18.2.2008 | 21:41
Hækkun er ekki lækkun!
Það er ekki lækkun skatta þegar afsláttur af skatti er hækkaður.
Ég hef hingað til þekkt vinstri menn af því að vilja ekki lækka skatta, einungis hækka. Það er þess vegna súrt að sjá Samfylkingu ráða svona miklu í stjórnarsamstarfinu. Nú er ekki verið að horfa á lækkun skatts sem er núna um 36%, heldur hækkun afsláttar.
Það er reyndar merkilegt, eða kannski ekki, að 36% af 18.000 eru tæpar 7.000, sem er einmitt afslátturinn sem talað er um. Þannig að þessi afsláttur verður væntanlega fljótur að skila sér aftur með hærri tekjum.
Ég vil skora á ríkisstjórnina að koma tekjuskatti einstaklinga niður fyrir 30% á þessu kjörtímabili. Þá verður maður kannski ekki í vafa um hvað skal kjósa næst.
20 milljarðar í aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2008 | 21:40
Hvar skyldi Tsjad vera?
Samkvæmt kortinu sem fylgir með er það í norður-Afríku.
Ég kannast bara ekki við neitt land í Afríku sem heitir Tsjad !!
Götur hreinsaðar eftir blóðug átök í Tsjad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 00:16
Hvað með saltið?
Það væri rétt að rannsaka áhrif þess á vegakerfið í leiðinni. Áhrif þess á slit gatna og aðrar aðferðir sem eru mögulegar eins og að hita upp erfiðar brekkur eða sandbera. Held þeir geri það enn á Akureyri að sandbera.
Þá væri kannski hægt að finna það út hvers vegna maður hættir að sjá út í september eða október vegna tjörudrullu á rúðunum, þegar fyrsta frost kemur og byrjað er að salta, en nánast enginn bíll enn á nöglum.
Eins og þetta hefur verið undanfarna daga, nokkurra stiga frost á morgnana, allar götur vel saltaðar, maður keyrir af stað og eftir augnablik sér varla úr augum fyrir salt- og tjörupækli sem kominn er á rúðurnar. Þessi pækill sest auðvitað á göturnar líka og dregur úr bremsugetu. Menn reikna auðvitað með að allt sé vel saltað en þegar keyrt er inn í hliðargötu snýst bíllinn vegna ísingar. Þar sem göturnar eru vel saltaðar er auðvitað hægt að halda góðum hraða og menn geta keyrt án þess að hafa áhyggjur, eða hvað.
Ég bý í Breiðholti og er með gott útsýni yfir Breiðholtsbrautina, núna einmitt rétt í þessu var saltbíll að keyra framhjá og hafa þeir keyrt reglulega framhjá í kvöld. Samkvæmt veðrinu á mbl er hiti um 2° í plús.
Ef það gerir smá snjókomu hér í Reykjavík er allt stopp, fjöldi árekstra rýkur upp úr öllu valdi og maður sér bílstjóra sem hafa ekkert vald á bílnum sínum. Ef það eru skilyrði eins og núna þá gerir maður ráð fyrir ísingu og á að keyra hægar. Saltið breytir því. Maður treystir borgaryfirvöldum og keyrir eins og á sumardegi.
Ég keyri á nöglum vegna þess að ég vil geta notað bílinn á kvöldin og um helgar og svo fer maður oft út fyrir bæinn. Ég hef lent í því að keyra niður Höfðabakka frá Efra-Breiðholti á sumardekkjum í glerhálku, ég var heppinn í það skiptið. Þá beið ég of lengi með að skipta, en fór beint á dekkjaverkstæði. Ég hef ekii alltaf verið heppin, hef reynslu af því að keyra vel saltaða götu og taka hægri beygju inn í aðra, bílinn snarsnerist og ég braut spyrnu út í framdekk, þó ég hefði bara verið á um 40 km/h í beygjunni.
Ef það verður ekki mögulegt einhvern tímann í framtíðinni að keyra á nagladekkjum þá verð ég á heilsársdekkjum. Ég mun verða eins og margir aðrir í umferðinni í Reykjavík í dag vanbúin til vetraraksturs.
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 18:34
Rusladreifing Fréttablaðsins
Það er alveg ótrulegt að ekki skuli vera hægt að losna við Fréttablaðið úr póstkassanum. Þetta er bara eins og afnotagjöld af RUV, sama þrjóskan.
Ég er búinn að hringja í þá nokkuð oft á þessu ári, en það breytir engu, blaðið skal í kassann, þó það standi 90% fyrir utan hann. Það er reyndar alveg merkilegt að dreifing Fréttablaðsins endar yfirleitt á víð og dreif um garðinn og nágrennið, þar sem blaðburðarfólki þess tekst yfirleitt ekki að koma meirihluta blaðsins inn um lúguna. Ég hef ekki tekið eftir öðrum blöðum á dreif um garðinn, en þó er verið að dreifa blöðum eins og Mogginn og 24 stundir. Það er kannski öflugra fólk að bera það út sem kann að setja blöð í póstkassa.
Ég tel reyndar að hér sé um ákveðna örvæntingu Fréttablaðsins að ræða. Örvæntingu sem felst í því að þeir eru farnir að sjá vinsældir sínar dvína og því grípa þeir til þess ráðs að blaðið skuli með góðu eða illu í póstkassa allra.
Þess skal getið að Fréttablaðið hefur ekki komið inn fyrir dyr hjá mér síðustu mánuðina, ég hendi því í tunnuna á leiðinni inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 18:26
Umhverfismál og umferð
"Merkel segir að betra skipulag á þjóðvegum landsins geti frekar orðið til þess að draga úr útblæstri, en umferðarteppur og langar raðir eru að hennar mati jafn skaðlegar umhverfinu og hraðaksturinn."
Við Íslendingar mættum kannski taka eitthvað af þessu til okkar. Og fara spá í það hvort ekki megi fækka ljósum og fá fleiri mislæg gatnamót út frá umhverfissjónarmiði.
Engin hraðatakmörk á þýskum hraðbrautum í náinni framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2007 | 22:21
Ég held að almenning skorti stuðning
Og hann fæst ekki fyrr en laun seðlabankastjóranna lækka um helming.
Aðalvandamálið í peningastefnu í dag er Seðlabankinn og háir stýrivextir sem valda því að öll lán eru að flytjast úr landi. Áður fyrr voru það bara fyrirtæki sem sáu sér hag í því, höfðu bolmagn til að flytja lánin út. En nú eru einstaklingarnir farnir að flytja sín lán í erlenda mynt líka, eins og seðlabankastjóri segir hefur það áhættu í för með sér. En sú áhætta er réttlætanleg þar sem stýrivextirnir eru komnir yfir svokölluð þolmörk.
Ég held maður ætti að fara að skoða það hvaða lánum maður getur breytt, þar sem ekki er líklegt að neitt breytist í bráð miðað við þessi orð.
Peningastefnuna skortir nauðsynlegan stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 19:31
Þeir hafa ekki heyrt um RUV
Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 18:28
Einfalda skattkerfið
Ég vil beina því til þeirra sem standa að þessari endurskoðun að því einfaldara sem kerfið er því betra. Eðlilegast er að skattleggja notkun með bensíngjaldi en fella niður önnur gjöld eins og t.d. þungaskatt sem kemur 2 á ári upp á ca. 10-15.000 kr. eftir þyngd.
Með því að hafa fastagjöld lág á bíl, en notkunargjöld há þá eykst frekar hvati á að draga úr notkun. Fastagjöld hjá mér eru t.d. um það bil 100.000 kr. á ári (tryggingar, skattar og skoðun) það þýðir að miðað við núna um 20.000 km keyrslu er ég að borga um 5 kr/km, ef ég myndi nú taka mig til og minnka keyrsluna í 1.000 km væri ég að borga um 100 kr/km. Það segir okkur að því meira sem ég keyri því hagstæðara :)
Það mætti t.d. ímynda sér hvernig þetta væri ef skattar og tryggingar væru líka innheimt með bensíngjaldi.
Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 23:42
Hvers vegna er RUV að auglýsa?
Stofnun sem innheimtir afnotagjöld af öllum sem eiga sjónvarp. Hvort sem þeir nýta þjónustuna eða ekki, þá skal greitt afnotagjald, eða gripið er til annarra innheimtuaðgerða. Eins og opinberra stofnana er háttur.
Það er ekki möguleiki að segja þessu upp. Og í raun miklu eðlilegra að þetta sé þá greitt með þeim sköttum sem ríkið hefur núna. Það er nú þegar t.d. 36,7% tekjuskattur og það má alveg eins nota það ef ríkið vill endilega standa í afþreyingarrekstri, sem ég tel algjörlega óþarft.
Stofnun sem innheimtir afnotagjöld og fer á ríkisspenann í byrjun árs 2009. Hvaða máli skiptir fyrir þá yfir höfuð hvort einhver horfir á það sem þeir hafa upp á að bjóða (hálf fyndið að tala um að bjóða). Þei fá sína peninga hvort eð er.
Réttast væri ef allir tækju sig saman og hættu að borga afnotagjöldin. Það er tómt bruðl fyrir þessa stofnun að auglýsa eitthvað sem ekkert er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 20:48
Fín úrslit
Nú þarf Valur að vinna Skagann á morgun og við fáum 2 úrslitaleiki í næstu umferð um topp og botn. FH-Valur og Fram-KR. Og auðvitað verða Valsmenn meistarar
Ég ætla að spá því að lið falli með 14 stig og það verði annaðhvort KR eða Víkingur.
Meistararnir töpuðu fyrir Blikum - KR enn á botninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)