22.8.2007 | 20:29
Fleiri leigubíla
Aðalvandamálið í miðbænum er hve fáir komast þaðan milli 3 og 5. Það er hending að maður fái leigubíl á þessum tíma og þá er bara að halda áfram að skemmta sér.
Held það sé rétt að fara gefa þessi leigubílaleyfi frjáls. Eða gefa út margfalt fleiri leyfi svo einhver möguleiki sé að endurnýjun eigi sér stað í stéttinni. Maður hefur það stundum á tilfinningunni að bílstjórinn fari að hrökkva upp af, þ.e. ef maður ferðast að degi til.
Sýnilegt eftirlit mikið að segja í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 20:14
Kannski villtir
eins og mér sýndist þessir vera við Fjallsjökul í sumar.
Vonandi að þeir finnist heilir á húfi.
Leit að Þjóðverjum enn árangurslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 23:11
Þvílíkt klúður
Fór í Laugardalinn áðan og kíkti á leikinn. Fyrri hálfleikur fínn en seinni hálfleikur skelfilegur. Valsmenn áttu náttúrlega að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en þeim voru eitthvað mislagðar lappir í kvöld. Skildi reyndar ekki hvers vegna vítið var dæmt á Valsmenn frekar en aðrir áhorfendur, sé það vonandi betur á eftir.
Nú verða Valsmenn bara að bíta í skjaldarendurnar og vinna það sem eftir er. Og vona að FH tapi einhverjum stigum.
Fylkir skellti Val 4:2 í Laugardalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 23:01
Gata í Breiðholti...
Það skyldi þó ekki vera Arnarbakki einu sinni enn. Gata sem eðlilegt er að keyra á um 50, en á smá kafla þar er einungis leyfður 30 km hraði. Það er nú að vísu orðið fullhratt ef menn eru komnir yfir 60 þar.
Löggan er þar oft að mæla og líka að stöðva menn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu þar, sjálfsagt vegna þess að útsýnið er of gott við gatnamótin og margir staðir fyrir lögguna.
Skil reyndar ekki alltaf þessar hraðamerkingar. Í borginni er t.d. leyft ýmist 30, 50, 60, 70 og 80 km hraði. Það eitt veldur örugglega mörgum heilabrotum, bara að reyna að halda réttum hraða. Ekki virðist nein skynsemi í þeim merkingum oft á tíðum ýmist of hátt en yfirleitt of lágt.
Ég teldi eðlilegra að vera með skarpari skil á milli, t.d. ef það eru 3 akreinar (eða fleiri) þá sé leyft 80 (eða hærra) ef það eru 2 akreinar þá 70 og síðan 50 eða 30 ef það er ein akrein. Þá verða líka til skarpari skil milli íbúðagatna og umferðaæða sem bera meiri umferð.
Á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 13:02
Eru ekki allir komnir með GPS ...
Slærð bara inn staðsetningu myndavéla á GPS tækið og tengir það síðan við Cruise controlið í bílnum þ.a. hann fari á löglegum hraða framhjá myndavélunum. Hafa bara mikið af myndavélum og færri löggur
Hraðamyndavélar í gagnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 21:31
Landið er fallegra á löglegum hraða
Þetta er texti sem glymur í hverri auglýsingunni á fætur annarri. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri þetta. Eins og menn séu ekki nógu mikið með hugann við eitthvað annað en aksturinn.
Ég hef hingað til talið að maður ætti að hafa augun á veginum framundan og hendur á stjórntækjum bifreiðar en ekki að vera að góna í allar áttir. Hvort sem menn eru á 90 eða 120. Það væri betra að stoppa og rölta á næsta hól til að njóta útsýnisins.
Landið er fallegt en leggjum bílnum áður en við njótum þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 21:37
Bensínbælur og brunaeftirlit !!
Ég lenti í því að setja bensín á bílinn í gær, reyndar nokkuð sem maður gerir 1-2 í viku og átti ég því ekki von á neinu veseni frekar en venjulega.
Eftir að hafa lagt bílnum, tek ég dæluna og byrja að dæla og ætla eins og venjulega að festa pinnann til að dælan haldi sjálf áfram. Það gekk ekki og ég varð að halda á dælunni allan tímann. Ég nefndi þetta við afgreiðslumanninn þegar ég borga bensínið, svo þeir geti gert við þetta fljótlega. Þá segir hann mér að brunavarnaeftirlit kveði á um að þennan pinna megi ekki nota lengur til að halda dælunni fastri. Og því verði menn framvegis að standa fastir við bílinn og bognir í baki til að halda dælunni gangandi. Ég varð hvumsa.
Ég reyndi að hringja í brunavarnaeftirlitið í dag, fann það reyndar ekki í símaskránni, en eftir leit á netinu komst ég að því að þetta er hluti af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Er ég hringdi í slökkviliðið svaraði strax, en ég bað um brunavarnaeftirlitið og fékk að bíða það lengi að ég gafst upp. Það sem mig langaði að vita var hver fékk þessa fáranlegu hugmynd að gefa fjölda landsmanna bakverk fyrir það eitt að dæla bensíni á bílinn
Nú á eg ekki von á að allir fari jafn oft og ég að setja bensín á bílinn. En að dæla 50-60 lítrum af bensíni 1-2 í viku og þurfa að standa við það boginn í um það bil 5 mínútur á örugglega eftir að segja til sín. Því tel ég mig aðeins hafa einn möguleika og það er að fá mér stærri bíl sem ég þarf ekki að beygja mig niður að til að dæla bensíni. Það er kannski ætlun þeirra í brunaeftirlitinu þar sem stærri bílar eru taldir öruggari í umferðinni.
Vona að einhver kunni að svara hvers vegna menn fái svona asnalegar hugmyndir og hvort þetta sé virkilega rétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 17:42
Og örvhentikvóta líka
Ég legg til að Jóhanna láti telja saman alla þá sem eru örvhentir til að finna hversu hátt hlutfall þeirra á að vera. Síðan mætti kanna hvort þetta hlutfall sé rétt í stjórnunarstöðum hins opinbera.
Það er reyndar merkilegt að Samfylkingin geti ekki fundið nútímalegri þingmann í stjórn í stað Jóhönnu. Ætli Sjálfstæðismenn hafi ekkert haft um þetta að segja?
Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 17:25
Í tilefni dagsins!
Konur og bílar
Svo er verið að tala um betri ökumenn?
Tveir slösuðust í árekstri í Hörgárdal | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.6.2007 | 23:28
Hefjum framkvæmdir við Miklubraut
Það er löngu komin tími á framkvæmdir við Miklubraut og gera hana þannig úr garði að umferð gangi viðstöðulaust frá Ártúnsbrekku og að Lækjargötu/Njarðargötu. Gatnakerfi borgarinnar á að útbúa þannig að hagstæðast sé fyrir þá sem um þau fara að fylgja stofnbrautum en ekki þvælast í gegnum íbúðahverfi.
Það er vonandi að gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fari nú að komast á framkvæmdastig, þau eru búin að vera á hold síðan R-listinn tók við, en nú er kominn tími á framkvæmdir. Öskjuhlíðargöng nýtast ekki að miklu leyti og þá eingöngu fyrir byggðir sunnan Reykjavíkur sem eiga leið í og úr miðbænum, en ekki fyrir sömu byggðir sem eiga leið t.d. í Borgartún-svæðið, sem er að verða aðal business svæði borgarinnar í dag.
Eina lausnin af einhverju viti sem hugsuð er til framtíðar við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er mislæg gatnamót. Og þá þannig útbúin að bæði Miklabraut og Kringlumýrarbraut hafi frítt flæði án ljósa.
Varðandi Miklubrautina þá eru 3 atriði sem þarf að leysa, þau eru í forgangsröð:
- Loka gatnamótum við Lönguhlíð yfir Miklubraut eins og ég hef nefnt í öðru bloggi mínu
- Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut
- Göng frá Grensásvegi þ.e. rétt austan við gatnamót Grensásvegar á móts við Hagkaup og koma út á móts við Kringlu áður en komið er að Kringlumýrarbraut.
Fyrsta liðinn ætti að vera hægt að framkvæma strax í sumar áður en umferð eykst aftur næsta haust. Þá höfum við 1-2 ár í annan liðinn og svo önnur 2 ár í þriðja lið. Þ.a. um 2011 ættum við að geta keyrt viðstöðulaust úr Ártúnsbrekku og niður í miðbæ. Þá verður kannskið eitthvað varið í að flækjast í bæinn, þar sem maður veit að maður situr þar ekki fastur.
Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)