Hækkun er ekki lækkun!

Það er ekki lækkun skatta þegar afsláttur af skatti er hækkaður.

Ég hef hingað til þekkt vinstri menn af því að vilja ekki lækka skatta, einungis hækka. Það er þess vegna súrt að sjá Samfylkingu ráða svona miklu í stjórnarsamstarfinu. Nú er ekki verið að horfa á lækkun skatts sem er núna um 36%, heldur hækkun afsláttar.

Það er reyndar merkilegt, eða kannski ekki, að 36% af 18.000 eru tæpar 7.000, sem er einmitt afslátturinn sem talað er um. Þannig að þessi afsláttur verður væntanlega fljótur að skila sér aftur með hærri tekjum.

Ég vil skora á ríkisstjórnina að koma tekjuskatti einstaklinga niður fyrir 30% á þessu kjörtímabili. Þá verður maður kannski ekki í vafa um hvað skal kjósa næst.


mbl.is 20 milljarðar í aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Komdu nú margblessaður Kristján, minn gamli kunningi!

Þú ert orðaglöggur sem oftast fyrr, setur þetta skemmtilega fram í allri alvörunni!

En ég hefði nú annars haldið, að þú hinn mikli andans athafnamaður værir nú ekkert í "36% flokknum" heldur þeim sem kalla má "ehf. flokkinn"!?

Og vissi ekki betur heldur, en þ´ú værir líka í öðrum flokki, VG?

En ég fylgist reyndar ekki svo vel með í seinni tíð!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bið þig afsökunar, sé núna við nánari lestur að ég hef ruglað þér saman við alnafna þinn, er þekktur er fyrir ritstörf og alls kyns texta- og vísnasmíðar.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband