Árlegt vandamál

Þetta er búinn að vera viðvarandi hallarekstur hjá RUV undanfarin ár. Yfirleitt þetta um 500 milljónir í mínus á hverju ári. Það virðist ekki hafa breytt neinu þó nú sé þetta orðið OHF.-félag. Þeir hafa afnotagjöld, auglýsingar og fasta greiðslu frá ríkinu, og þar að auki borgar ríkið allan tapreksturinn hvert einasta ár.

Það er löngu kominn tími á að þessi stofnun verði seld í heilu lagi. Eða réttara sagt gefinn þeim sem greitt hafa afnotagjöld undanfarin ár, og eru í raun lögmætir eigendur þessarar stofnunar. Það er ekki forsvaranlegt að ríkið hendi meiri pening en komið er í þessa stofnun.

Ég get rétt ímyndað mér gleðina hjá fólki þegar það fær 17.000 kr. glaðning á mann frá skattinum í ágúst þegar afnotagjöldin verða innheimt!


mbl.is Skuld RÚV breytt í hlutafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Hreinsson
Kristján Hreinsson

kerfisfræðingur, ferðamaður og ljósmyndari, áhugamaður um flug, aðdáandi kóalabirna, og trú á frelsi einstaklingsins umfram boð og bönn

flakkari.net

Nýjustu myndir

  • Ellidardalur2439
  • Í kömbum
  • Fjallsjokull
  • Fjallsjokull26050016
  • Dreifing3310003

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband