Illa hannað gatnakerfi við borgarmörkin

Ótrúlegt að það þurfi alltaf einhverja aukatíma til að komast inn og út úr bænum, eins og þetta skipulagsslys við Rauðavatn. 2 hringtorg til að stoppa umferð inn og út úr bænum á leið austur fyrir fjall. Löngu úrelt fyrirkomulag þar sem svona mikil umferð er.

Var einmitt að koma í bæinn núna rétt fyrir miðnætti, og var að koma að Litlu kaffistofunni þegar allt stoppar allt í einu. Keyrum á svona 30 km/h að Sandskeiði en þá eykst örlítið hraðinn upp í allt að 70 km/h. Hef ekki heyrt um neitt slys og sá ekki merki um neitt í þá veru á leiðinni og tel því að hér séu hringtorgin tvö að sanna gildi sitt enn einu sinni. Svona hægur akstur er ekki til bóta og eykur verulega líkurnar á framúrakstri.

Sama er að segja um hringtorgið við Hveragerði sem ber að fjarlægja strax og setja slaufu. Það er ekki bjóðandi upp á þennan hægagang af og til þó örlítið fleiri bílar en venjulega bregði sér út fyrir borgarmörkin.


mbl.is Þung umferð á hringveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband