Ruslpóstur

Var að koma heim áðan. Maður er núna farinn að sjá grasið, eða a.m.k. hluta af því, þann hluta sem er ekki þakinn ruslpósti. Ruslpóstur er óumbeðinn ómerktur póstur eða blöð. Ég skoðaði soldið af þessum pappírsrusli sem var fjúkandi um og er megnið af því frá Fréttablaðinu!!!

Nú veit ég ekki hvort fólk hendi því blaði frekar út en öðrum blöðum, tel það samt frekar ólíklegt. Það eru til ágætis ruslatunnur hér. Hef hins vegar tekið eftir að blaðberar Fréttablaðsins virðast vera lélegri blaðburðarmenn en aðrir. Þar sem mjög oft má sjá Fréttablaðið standa að megninu til fyrir utan lúguna og er þá ekki að því að spyrja ef eitthvað hvessir, sem skeður nú stundum hér, að allt fýkur út um allt.

Nú hef ég verið að velta fyrir mér, þar sem ég er orðinn nokkuð þreyttur á að vera alltaf að bera Fréttablaðið úr póstkassanum og yfir í ruslatunnuna hvort ekki sé mögulegt að kæra þá fyrir dreifingu ruslpósts. Veit að menn hafa verið að berjast hart gegn ruslpósti í tölvuheimum. Það væri kannski möguleiki að setja ruslpóstsíu á póstkassann sem Fréttablaðið kemst ekki í gegn en annar póstur fer greiðlega framhjá. Góð hugmynd fyrir hönnuði að sýna hvað þeir geta. Það er líka umhverfisvænt fyrir blöðin að vera ekki að bera út fleiri blöð en þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband