10.1.2015 | 14:36
Timi á að selja RUV
Löngu kominn tími á að selja þessa stofnun eins og hún leggur sig. Nú er fólk meira að segja farið að gefast upp á áramótaskaupinu. Þetta hefur verið fastur punktur um áramót að horfa á skaupið og ræða það síðan eftir á. Mismunandi brandarar og gert grín að því sem gerðist á árinu. Nú eru breyttir tímar. Grínið horfið og eingöngu ádeilan eftir á kerfið. Ádeila sem fólk skilur ekki nema harðir áhorfendur RUV.
Skaupið kostaði um 20-25 milljónir og miðað við það er alveg ótrúlegt hve illa tókst til. Greinilegt að það snýst ekki allt um pening þegar gera skal gott grín. Rekstur RUV er komin í um 4 milljarða og væri þeim peningum miklu betur varið í annað. Allavega dauðsé ég eftir mínum fjármunum sem ég er skikkaður af ríkinu til að borga í þessa vitleysu.
![]() |
Færri horfa á skaupið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.