Hver er í minnihlutahóp?

Sú hugsun skýtur upp kollinum hver er í minnihlutahóp? Eru það múslimar, samkynhneigðir eða Gústaf. Hér virðist vera kominn upp einhvers konar rétttrúnaður. Ekki má hafa aðra skoðun en meirihlutinn segir til um. Það má ekki segja neitt um múslimi eða samkynhneigð, sem fellur ekki að réttri skoðun, þá er maður slæmur maður! Ég hélt það væri frelsi til að tjá skoðanir sínar hér á landi. Sumir tala um trúfrelsi, ritfrelsi og skoðanafrelsi, en bara ef allir eru sammála. Hvaða frelsi er það?

Trúfrelsi felur það ekki í sér að fólk þurfi ekki að þola gagnrýni. Það felur í sér frelsi til að trúa. Það að einhver trúi því að hann sé í vitlausum líkama er leyfilegt, en viðkomandi þarf þá líka að þola það að einhver sé ekki sammála honum. Það geta verið skiptar skoðanir um hlutina. Það verður aldrei friður um öfgahópa sem þola ekki gagnrýni. Það er auðvitað mjög gott að skipa þannig í nefndir að engin umræða skapist. Eða hvað?


mbl.is Ekki andstæðingar minnihlutahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öllu frelsi eru takmörk sett og minnihluti verður að þola gagnrýni eins og aðrir. Þeim er ekki bannað að hafa skoðun en öðrum er frjálst að gagnrýna þá skoðun. Tjáningarfrelsi minnihluta er ekki skert með því að hann þurfi að þola gagnrýni.

Mannréttindaráð er ekki málfundarfélag. Mannréttindaráð hefur hlutverki að gegna sem því gæti reynst örðugt með fólk innanbúðar sem er mótfallið þeim mannréttindum sem við viljum búa við og sett hafa verið í lög okkar og stjórnarskrá. Rétt eins og við ráðum ekki barnaníðing á leikskóla til að auka fjölbreytnina.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband