Saltaustur í frosti

Ég kom út í bíl á fimmtudag eða föstudag og þurfti að skafa af rúðunum. Kannski verið báða dagana. Alla vega svo keyrir maður af stað á fínum bílnum og í saltpæklinum sem er á götunum þá sullast auðvitað eitthvað á rúðurnar. Maður setur þurrkurnar á og þá dreifist aðeins úr drullunni, svo reynir maður að nota pissið en þá er það frosið.

Hef oft verið að velta fyrir mér hvort þessi mikli saltaustur borgi sig. Það er reyndar ákveðinn kostur að þurfa ekki að slá af þó að komi vetur því hálka nær varla að myndast. Það er líka ákveðinn hætta í því að maður keyrir kannski á aðalgötu þar sem er vel saltað. Kemur svo inn í minni götu sem er lítið eða ekkert söltuð og þá getur verið að maður komi þar full geyst. Það er líka hætt við því að fólk keyri meira um á vanbúnum bílum í vetrarfærð þar sem það gerir ráð fyrir að götur séu hreinsaðar jafnóðum.


mbl.is Vel ber að hreinsa rúðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband