Ruglingsleg gata

Það er alveg komin tími til að laga þetta nafnamál. Það kemur ekkert fram um það hvers vegna þetta gekk ekki fram. En ég treysti mönnum til að finna gott nafn á götuna, ef það er vandamálið.

Upphaflega var Stekkjarbakki gatan frá Álfabakka milli bensínstöðvar og Stekkja upp að Stekkjum, þá var beygt af Reykjanesbraut inn á Álfabakka. Síðan lengist Stekkjarbakki smám saman út að Breiðholtsbraut. Á einhverjum tímapunkti breytist Stekkjarbakki og fær tengingu við Reykjanesbraut og Höfðabakka, og innkeyrslu við Álfabakka er lokað. Að lokum, líklega þegar slaufan var sett á Reykjanesbraut við Aktu-taktu, var lokað á Stekkjarbakka fyrri og hann náði bara hluta leiðar að Stekkjum, en fara þurfti um hringtorg og ljós að Stekkjarbakka seinni til að komast að seinni afleggjara að Stekkjum. Lengi hefur staðið til að færa Stekkjarbakka seinni norðar, þannig að gatan verði bein, og lengja Stekkjarbakka fyrri að seinni afleggjara að Stekkjum. Þá verður hægt að fjarlægja ein umferðarljós. Spurning hvort það verði einhvern tíma gert.

Einum hlut hef ég oft verið að velta fyrir mér með Stekkjarbakka fyrri, hvort ekki megi fjarlægja umferðarljósin þar við Álfabakka og Arnarbakka og setja hringtorg í staðinn. Í kjölfarið mætti síðan loka fyrir vinstri beygjur út frá Nettó og Garðheimum, menn noti þá hringtorgin til að snúa við.


mbl.is Ekki samþykkt að breyta nafni Stekkjarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband