Svartur himin

Ég var að lesa bókina Lassoing the sun. Hún fjallar um heinsókn í nokkra þjóðgarða Bandaríkjanna. Eitt atriði sem fjallað er um í bókinni er dark skies, svartur himin. Nú eru menn farnir að spá í að geta verið í þjóðgörðum og notið þess að vera í myrkri, án þess að sjá ljósskimu frá nálægum stöðum. Eru til samtök sem kallast IDA - International Dark sky Association og hafa þau sett fram markmið fyrir þjóðgarða til að fara eftir sem er m.a. lýsingarplan, ákveðnar stjörnur sjáist með berum augum og birta sé 21.2 mpsa (ljóseining).

 

Það er ekki langt fyrir okkur Íslendinga að fara til að geta komist í myrkur. Kannski 10-20 mín akstur út fyrir bæinn. Ég tek mikið af ljósmyndum og hef stundum skotist út fyrir bæinn til að taka næturmyndir, eins og af norðurljósum. Og spái þess vegna oft í lýsingu. Upp í bústað í Grímsnesi sér maður t.d. bjarma frá ljósum í Hveragerði við norður endann á Ingólfsfjalli.

 

En hvers vegna að þurfa fara eitthvað út fyrir bæinn. Er ekki hægt að njóta myrkurs og horfa í svartan himin í bænum? Við höfum stórt svæði í bænum, Elliðaárdal og þar þarf ekki að gera mikið til að hægt sé að njóta myrkurs í miðri borg. Aðeins að skerma af ljós við næstu umferðaræðar og endurskoða lýsingu í dalnum. Það yrði örugglega mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

 

En nei, nú skal lýsa upp allan dalinn með gróðurhúsi, þannig að þegar þú stendur við göngubrúna yfir að Kermóafossi og ætlar að njóta myrkurs þá blasir við 20 metra hár upplýstur glerhjúpur. Svo hægt sé að vera inni og njóta framandi gróðurs.

 

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun vegna breytinga deiliskipulags við Stekkjarbakka Þ73. Nánari upplýsingar má finna á ellidaardalur.is eða hitta okkur í Mörkinni 4 kl. 16-18 virka daga. Undirskriftasöfnunin stendur til 28. febrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband