Full gróft, en..

Án þess að maður sé að afsaka hvað þessi ökumaður gerði fer maður að velta fyrir sér hvers vegna. Nú keyri ég reglulega austur fyrir fjall og töluvert hér í bænum og tel mig vita nokkuð um aðstæður, þó ég hafi verið heldur seinna á ferðinni.

Það eru þrjú vandamál á leiðinni austur sem þarf að leysa strax, áður en þolinmæði bílstjóra brestur með þeim hætti sem við sjáum hér. Fyrsta vandamálið eru tvö hringtorg við Rauðavatn. Annað vandamálið er hringtorg við Hveragerði. Þriðja vandamálið er Selfoss og gegnumakstur þar.

Hringtorg eru góð til síns brúks þar sem temmileg umferð er, en þau henta alls ekki þar sem umferð er mjög mikil, eins og verður um helgar á þessum þremur stöðum. Þegar fjöldi bíla kemur keyrandi á ca. 80-90 km/h og þarf skyndilega að draga úr hraða niður í 20-30 km/h þá myndast tappi, eins og hefur verið að gerast allt of mikið undanfarnar helgar. Fyrsti tappinn byrjar þegar fólk reynir að komast út úr bænum við hringtorgin við Rauðavatn. Næsti tappi við Hveragerði og síðan við Selfoss. Og svo aftur á leiðinni til baka þá er aðaltappinn við Rauðavatn.

Þessi vandamál þarf að leysa strax. Fjarlægja austara hringtorgið við Rauðavatn og setja slaufu á vestara hringtorgið. Setja slaufu á gatnamótin við Hveragerði. Setja aðalumferðina framhjá Selfossi, þ.a. þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi þurfi ekki að keyra þar í gegn.

Einhverjir hafa verið að gagnrýna framúrakstur á heilli línu hér í blogginu. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi ekki keyrt oft austur fyrir fjall. Verri merkingar á vegi eru varla til. Í kömbumEins og sjá má dæmi um af eftirfarandi mynd úr kömbunum þar sem sjá má til Hveragerðis og langleiðina til Selfoss hvort bíll er á móti eða ekki. Þá er þarna tvöföld heil lína. Þetta er ekki eina dæmið á þessari leið um kolrangar merkingar. Þarna eru oft stórir og þungir bílar sem keyra hægt vegna krapprar beygju neðar og gott útsýni framundan. Ég er ekki að mæla með framúrakstri á heilum línum, heldur vonast til að merkingar verði bættar.


mbl.is Hættulegur framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Hreinsson
Kristján Hreinsson

kerfisfræðingur, ferðamaður og ljósmyndari, áhugamaður um flug, aðdáandi kóalabirna, og trú á frelsi einstaklingsins umfram boð og bönn

flakkari.net

Nýjustu myndir

  • Ellidardalur2439
  • Í kömbum
  • Fjallsjokull
  • Fjallsjokull26050016
  • Dreifing3310003

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband