Hvað með saltið?

Það væri rétt að rannsaka áhrif þess á vegakerfið í leiðinni. Áhrif þess á slit gatna og aðrar aðferðir sem eru mögulegar eins og að hita upp erfiðar brekkur eða sandbera. Held þeir geri það enn á Akureyri að sandbera.

Þá væri kannski hægt að finna það út hvers vegna maður hættir að sjá út í september eða október vegna tjörudrullu á rúðunum, þegar fyrsta frost kemur og byrjað er að salta, en nánast enginn bíll enn á nöglum.

Eins og þetta hefur verið undanfarna daga, nokkurra stiga frost á morgnana, allar götur vel saltaðar, maður keyrir af stað og eftir augnablik sér varla úr augum fyrir salt- og tjörupækli sem kominn er á rúðurnar. Þessi pækill sest auðvitað á göturnar líka og dregur úr bremsugetu. Menn reikna auðvitað með að allt sé vel saltað en þegar keyrt er inn í hliðargötu snýst bíllinn vegna ísingar. Þar sem göturnar eru vel saltaðar er auðvitað hægt að halda góðum hraða og menn geta keyrt án þess að hafa áhyggjur, eða hvað.

Ég bý í Breiðholti og er með gott útsýni yfir Breiðholtsbrautina, núna einmitt rétt í þessu var saltbíll að keyra framhjá og hafa þeir keyrt reglulega framhjá í kvöld. Samkvæmt veðrinu á mbl er hiti um 2° í plús.

Ef það gerir smá snjókomu hér í Reykjavík er allt stopp, fjöldi árekstra rýkur upp úr öllu valdi og maður sér bílstjóra sem hafa ekkert vald á bílnum sínum. Ef það eru skilyrði eins og núna þá gerir maður ráð fyrir ísingu og á að keyra hægar. Saltið breytir því. Maður treystir borgaryfirvöldum og keyrir eins og á sumardegi.

Ég keyri á nöglum vegna þess að ég vil geta notað bílinn á kvöldin og um helgar og svo fer maður oft út fyrir bæinn. Ég hef lent í því að keyra niður Höfðabakka frá Efra-Breiðholti á sumardekkjum í glerhálku, ég var heppinn í það skiptið. Þá beið ég of lengi með að skipta, en fór beint á dekkjaverkstæði. Ég hef ekii alltaf verið heppin, hef reynslu af því að keyra vel saltaða götu og taka hægri beygju inn í aðra, bílinn snarsnerist og ég braut spyrnu út í framdekk, þó ég hefði bara verið á um 40 km/h í beygjunni.

Ef það verður ekki mögulegt einhvern tímann í framtíðinni að keyra á nagladekkjum þá verð ég á heilsársdekkjum. Ég mun verða eins og margir aðrir í umferðinni í Reykjavík í dag vanbúin til vetraraksturs.

 


mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband