Rusladreifing Fréttablaðsins

Það er alveg ótrulegt að ekki skuli vera hægt að losna við Fréttablaðið úr póstkassanum. Þetta er bara eins og afnotagjöld af RUV, sama þrjóskan.

Ég er búinn að hringja í þá nokkuð oft á þessu ári, en það breytir engu, blaðið skal í kassann, þó það standi 90% fyrir utan hann. Það er reyndar alveg merkilegt að dreifing Fréttablaðsins endar yfirleitt á víð og dreif um garðinn og nágrennið, þar sem blaðburðarfólki þess tekst yfirleitt ekki að koma meirihluta blaðsins inn um lúguna. Ég hef ekki tekið eftir öðrum blöðum á dreif um garðinn, en þó er verið að dreifa blöðum eins og Mogginn og 24 stundir. Það er kannski öflugra fólk að bera það út sem kann að setja blöð í póstkassa.

Ég tel reyndar að hér sé um ákveðna örvæntingu Fréttablaðsins að ræða. Örvæntingu sem felst í því að þeir eru farnir að sjá vinsældir sínar dvína og því grípa þeir til þess ráðs að blaðið skuli með góðu eða illu í póstkassa allra.

Þess skal getið að Fréttablaðið hefur ekki komið inn fyrir dyr hjá mér síðustu mánuðina, ég hendi því í tunnuna á leiðinni inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband