19.7.2007 | 21:31
Landið er fallegra á löglegum hraða
Þetta er texti sem glymur í hverri auglýsingunni á fætur annarri. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri þetta. Eins og menn séu ekki nógu mikið með hugann við eitthvað annað en aksturinn.
Ég hef hingað til talið að maður ætti að hafa augun á veginum framundan og hendur á stjórntækjum bifreiðar en ekki að vera að góna í allar áttir. Hvort sem menn eru á 90 eða 120. Það væri betra að stoppa og rölta á næsta hól til að njóta útsýnisins.
Landið er fallegt en leggjum bílnum áður en við njótum þess.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.