7.5.2007 | 00:23
Ókeypis - eða hvað ?
Margir flokkar lofa nú hinu og þessu ókeypis. Það er auðvitað voða gott að fá eitthvað ókeypis. Eða hvað?
Hvað þýðir það í raun og veru þegar við fáum eitthvað ókeypis. Hver er það sem borgar. Er það stjórnmálaflokkurinn sjálfur, eða stjórnmálamaðurinn sem býður eitthvað frítt. Eða er hann að skapa sjálfum sér vinsældir á kostnað einhvers annars.
Hvort sem um er að ræða ríki eða borg þá fá þau tekjur af sköttum sem lögð eru á fyrirtæki eða einstaklinga eða tekjur af þjónustu sem þau veita. Ef á að veita einhverja þjónustu frítt kemur það væntanlega niður á annarri þjónustu sem kostar þá meira. Svipað og ýmis fyrirtæki gera bjóða eina vöru ódýrt en hafa aðra dýrari á móti.
Annað sem ríki og borg geta gert til að veita eitthvað frítt er að hækka skatta eða safna skuldum. Sá kostnaður lendir þá á skattborgurum eða framtíðaríbúum landsins. Og að safna skuldum er ekkert annað en dónaskapur við komandi kynslóðir.
Langeðlilegast er að einstaklingar greiði hófsamt gjald fyrir þá þjónustu sem veitt er og fólk borgi einnig hófsama skatta. Það skapar líka ákveðna virðingu fyrir þjónustunni ef þarf að greiða fyrir hana. Svolítið sem vantar meira af hjá Íslendingum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.