3 sigurvegarar

Það eru 3 sigurvegarar þessara kosninga: Ríkisstjórnin sem hélt velli, Sjálfstæðisflokkurinn sem bætti við sig 3 mönnum og Vinstri grænir sem bættu við sig 4 mönnum. Og vil ég óska þeim öllum til hamingju.

Framsóknarflokkurinn þarf hins vegar að fara að endurskoða stöðu sína, spurning hvort óánægja fólks með landbúnaðarstefnuna bitni svona á framsókn. Svo er augljóst að fólk treystir ekki Samfylkingunni sem tapar nokkru fylgi. Reyndar ótrúlegt hvaða fylgi þeir hafa þegar eina stefna þeirra virðist vera sú að koma Sjálfstæðisflokknum frá. 

Maður hlýtur að vera ánægður með árangur Sjálfstæðisflokksins, þó þeir nái ekki þeim 40% sem ég vonaðist eftir, munar ekki nema 0,8 í mínu kjördæmi Rvk suður. Vekur reyndar furðu mína þessi munur sem virðist alltaf vera sitt hvoru megin Miklubrautar á fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er búinn að vera mikil og skemmtileg törn hjá okkur hér í Breiðholtinu. Héldum úti vefsíðu, breidholtid.is, héldum fjölmenna fundi og tókum á móti gestum og gangandi. Og sjá síðan þennan góða árangur.

Nú þarf Geir bara vinna vel úr þessu og sitja önnur 4 ár með trausta forystu Sjálfstæðisflokksins. Ég get hins vegar lagst upp í sófa, slappað af og farið að spá í sumarfrí.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband