Treystum á einstaklingsframtakið

Menn hafa sagt það í gríni að eina leiðin til að eitthvað sé gert í miðbænum sé ef það kvikknar í. Það er sorglegt að þessi gömlu hús frá upphafi byggðar í Reykjavík séu nú nánast horfin. Með þessum bruna fór hluti af sögu borgarinnar.

Að borgarstjóri skuli nú í kjölfarið koma með hugmyndir um að kaupa lóðirnar og byggja í upprunalegri mynd er synd, en samt að hluta skiljanlegt. Vonandi að hann sjái að sér áður en til kemur.

Í dag eru þessar lóðir í eigu einstaklinga og ríkjandi er ákveðið skipulag fyrir miðbæinn sem fara ber eftir. Við sjáum víða við Laugaveginn dæmi um nýjar byggingar sem felldar hafa verið inn í götumyndina með missmekklegum hætti. Þannig viljum við hafa hlutina að einstaklingar setji sinn svip á götumyndina, það gefur henni það líf sem til þarf.

Það er vonandi að Vilhjálmur treysti þessum einstaklingum til að setja sinn svip á miðbæinn með þeim byggingum sem þeir vilja reisa. Ef þeir treysta sér ekki til þess geta þeir sett lóðirnar á sölu og er ég nokkuð viss um að margir athafnamenn hér í bæ hafa góðar hugmyndir sem falla vel inn í götumyndina.

Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að treysta einstaklingnum til góðra verka. Nú er tími til.


mbl.is Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband