22.4.2007 | 20:42
Þjóðin kýs reglulega
Á fjögurra ára fresti eru kosningar og þá kjósum við okkar fulltrúa ýmist til borgar- og sveitarstjórnarkosninga eða alþingiskosninga. Þessir fulltrúar okkar eiga að hafa kjark til að taka ákvarðanir á þeim forsendum sem þeir eru kosnir.
Það er því miður til að þessir fulltrúar okkar þora ekki að taka ákvarðanir, sem gætu jafnvel skapað þeim tímabundnar óvinsældir og vilja því í þeim tilfellum vísa ákvörðunum til fólksins. Eða reyna að skapa sér vinsældir með því að leyfa fólki að ráða. Það er slæmt og eiga slíkir fulltrúar ekki að vera kjörnir aftur.
Ég tel að það eigi að vera sem sjaldnast sem kosið er um einstök mál. Það má líka sjá það á þeim málum sem kosið hefur verið um. Annaðhvort er svo mjótt á munum að varla má á milli sjá hvor hafði betur eða þáttaka almennings er svo lítil að maður spyr er ekki betur heima setið en af stað farið.
Hvenær á þjóðin að kjósa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.