23.2.2015 | 23:45
Ekki röng forgangsröðun
Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Enda er þetta samkvæmt stefnunni að koma bílaumferð úr borginni. Það er búið að reyna að þrengja götur, fækka bílastæðum og semja um það að engar gatnaframkvæmdir verði í borginni næstu 10 ár. Nú er ný aðferð notuð, með því að nota verri efni í göturnar, og draga saman í viðhaldi og vísvitandi skemma bíla þeirra sem ferðast um borgina. Ætlunin er að útrýma bílnum úr borginni með góðu eða illu. Það er spurning hvort fólkið fari ekki líka og hér verði draugabær eftir.
Það er ein leið til að breyta þessu og það er að kjósa aðra flokka en þá sem nú eru við stjórn borgarinnar í næstu kosningum.
Röng forgangsröðun veghaldara? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svar Borgarstjór er rangt að mínu mati, fjámunir til gæluverkefna meirihluta Borgarstjóra virðast vera til en ekki í nauðsynlegar framkvæmdir.
Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.