2.10.2014 | 23:43
Ruglingslegt
"þeir skullu á vörubifreið sem þveraði reiðhjólastíg" og síðan "Hjólreiðamennirnir voru á fullri ferð þegar þeir sáu skyndilega bíl á stígnum". Það er eiginlega aðal spurningin hér, hvar þveraði vörubíllinn hjólreiðastíginn. Var það einhvers staðar þar sem bíllinn átti ekki heima, þar sem hann virðist hafa komið hjólreiðaköppunum í opna skjöldu. Eða er hægt að draga þá ályktun af fréttinni að hjólreiðamenn fari á "fullri ferð" yfir gatnamót og geri ráð fyrir að bifreiðar stoppi í tæka tíð. Hvað er verið að tala um mikinn hraða þegar talað er um "fulla ferð". Ég veit að ég hef náð 50 km/h hraða á mínu reiðhjóli. Ég ætla að vona að menn bruni ekki yfir gatnamót á þeim hraða, það myndi kallast tilraun til sjálfsmorðs.
![]() |
Skullu á bíl sem þveraði hjólastíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt tengli á síðu lögreglu: "er þeir fóru um reiðhjólastíg yfir gatnamót á innakstri að leikskóla" ... þannig að já, það hefði alveg mátt koma fram í greininni. Ég hef séð krakka á hjólum fara svona yfir á gangbrautum á fullri ferð og þar hefði getað farið illa :/
Ellý, 3.10.2014 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.