Hátt bylur í tómri tunnu

Samkvæmt skoðanakönnunum eru aðildarsinnar rúm 30%. Þeir láta nú öllum illum látum til að koma málstað sínum að. M.a. ljúga þeir að fólki um að hægt sé að fá einhvern samning sem er síðan kosið um. Aðlögunarferlið snýst ekki um að fá samning sem er síðan kosið um. Ég hef skrifað um það áður hvað felst í aðlögunar viðræðum, en þá er farið yfir hverju munar milli okkar reglna og ESB reglna og sett niður áætlun um á hve löngum tíma við aðlögumst að ESB reglum. IPA styrkir eru notaðir til þess að aðstoða aðlögunarríki að aðlagast reglum ESB. Þeir eru náttúrlega felldir niður af ESB þar sem þeir telja okkur ekki vera lengur í aðlögunar viðræðum. Þess vegna er eðlilegt að draga umsóknina til baka.

Það er spurning hvernig er statt með rannsóknarblaðamennsku hér á landi. Og bara almenna fréttamennsku. Hvers vegna spyrja menn ekki hvað þetta aðlögunarferli hefur kostað okkur. Hvað komum við til með að borga mikið í ESB? Hvað græðum við á að ganga í sambandið? Hver sér um utanríkisviðskipti okkar? Hver sér um alþjóða samninga fyrir okkur?

Ég hlusta ekki á RUV. Sé ekki tilganginn með að fá vinstri vitleysuna og ríkisáróðurinn frá þeim. Les vefsíður á netinu og horfi á erlendar stöðvar. Hingað til hef ég líka horft á Stöð 2. En undanfarnar vikur er mér farið að blöskra málflutningur þeirra varðandi ESB málefni. Og hef verið að velta fyrir mér hvort maður ætti að segja upp þeirri stöð. Ég hugsa stundum þegar ég hlýði á fréttir þeirra og spyr mig: "Er ég að styrkja þennan áróður?


mbl.is Tvö þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján

Það er því miður alveg satt að áróðurinn er yfirþyrmandi.

Það er svo sem auðskiljanlegt að Baugsmiðlarnir og svo maður tali nú ekki um "Fréttablaðið" - sjálft málsgagn ESB hér á Íslandi, berjist hart um í sjálfu dauðastríði drottinsvikana, en það er óþolandi og reyndar óskiljanlegt að ríkis fjölmiðillinn sjálfur gangi erinda ESB.

Jónatan Karlsson, 8.3.2014 kl. 18:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur, ég er hætt að horfa og hlusta á fréttir, mér líkar ekki svona einhliða áróður, sérstaklega ekki hjá RUV. Það er alveg óskiljanlegt að fólk skuli ennþá halda að það sé samningur í gangi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2014 kl. 18:12

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll nafni.

Þessi blekkingarleikur innlimunarsinna er ótrúlegur.  Enn ótrúlegra er, að unnt er að telja stórum hluta landsmanna trú um að um "samningaviðræður " sé að ræða, þegar um er að ræða einhliða aðlögun að rgluverki ESB.  Kannski er það þó ekki svo ótrúlegt, þegar þess er gætt að helmingur Íslendinga er undir meðalgreind

Kristján Þorgeir Magnússon, 8.3.2014 kl. 19:00

4 identicon

Hef grun um að Samfylkingarséníin komi að þessum mótmælum sem eru dag eftir dag. Þetta eru skipulagðar samkomur,það sést vel,munum næstkomandi 17 júní 70 ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar.

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband