1.2.2014 | 15:15
Þróun í samræmi við stefnu borgaryfirvalda
Stefna borgarinnar í dag er að koma fólki úr miðbænum. Bankarnir bregðast eðlilega við þessu með því að flytja í jaðar miðbæjarins. Kæmi ekki á óvart þá Landsbankinn færi líka að hugsa sér til hreyfings og eftir örfá ár verði einungis 2 lítil útibú eftir í miðbænum til að þjónusta ferðamenn og gangandi vegfarendur.
Það er spurning hvort maður eigi að hafa áhyggjur af þróuninni. Er ekki bara eðlilegt að fólk sæki þjónustu í nærumhverfi frekar en að þvælast milli bæjarhluta. Ég sé fyrir mér að miðbærinn er að verða eitthvað ekki fyrir venjulega íslendinga, nema þá á kvöldin. Þar verði ferðamannaverslanir, pöbbar, veitingastaðir og einstaka sérverslanir.
Svo er reyndar spurning hvort þessi breyting nái inn í Borgartún líka, þegar fólk verður orðið þreytt á umferðarstíflum þar, eftir nýjustu skemmdarverk, og fyrirtæki færi sig lengra austur.
Tvö bankaútibú í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.