31.10.2013 | 22:56
Hver ber ábyrgð?
Hver ber ábyrgð á svona framkvæmdum eins og segir í textanum "umferðarlög og reglugerðir um merkingar þverbrotnar". Það er til skammar hvernig staðið er að merkingum gangbrauta í Reykjavík. Má nefna Gömlu Hringbraut sem dæmi þar sem gangandi vegfarendum er att yfir götuna, en nánast engar merkingar gagnvart ökumönnum. Og svo spyr maður hver skyldi hafa átt hugmynd að nýrri framkvæmd við Suðurlandsbraut og Reykjaveg þar sem beygjuakreinar eru fjarlægðar og gangandi vegfarendur sem fara yfir Reykjaveg þurfa að fara yfir 2 akreinar eigandi von á beygju-umferð í stað einnar áður. Og ef einhver skyldi álpast til að ganga Reykjaveg í suður og ætla yfir Suðurlandsbraut þá má viðkomandi hrósa happi ef hann kemst yfir, þar er aldrei frítt fyrir gangandi að fara yfir 2 akreinar, annað hvort umferð vestur Suðurlandsbraut eða uppsöfnuð umferð af hægri beygjuakrein af Reykjavegi.
Ég spyr hver ber ábyrgð. Áður hefði maður sagt Gatnamálastjóri borgarinnar. En hann virðist gufaður upp. Það embætti hefur sjálfsagt verið lagt niður um leið og ákveðið var að engar gatnaframkvæmdir yrðu í borginni næstu 10 árin. Þá lítur maður á Umhverfis og skipulagssvið og sviðsstjóri þar sem hlýtur þá að vera ábyrgðarmaður yfir því klúðri sem nú er í gangi í borginni. Það ætti að vera fyrsta verk næsta meirihluta í borginni að skipta um þann sem ber ábyrgð á þessu. Og ráða einhvern sem fer eftir lögum.
Gangbrautir illa eða rangt merktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Íþróttir
- Ísland - Ítalía, staðan er 12:14
- Haukar - Valur, staðan er 6:7
- Öruggt hjá Tyrkjum í riðli Íslands
- Ég er rétti maðurinn fyrir United
- Líta á tilboð í Gylfa sem grín
- Gunnar tekur við Selfossi á ný
- Mættur aftur á hliðarlínuna
- Fyrrverandi liðsfélagi þjálfar Messi
- Framarar halda áfram að styrkja sig
- Staðgengill þess besta líka meiddur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.