29.10.2013 | 18:30
Ekki auðvelt að skipta um banka
Ástæðan er auðvitað sú að það er ekki auðvelt að skipta um banka á Íslandi. Ef öll viðskipti eru í einum banka og hugmyndin er sú að fara í annan. Þá þarf að borga lántökukostnað af lánum sem flutt eru á milli. Það þarf að endurnýja kort og sjálfvirkum greiðslum þarf að segja upp og stofna aftur. Og ýmislegt fleira vesen. Þar að auki er engin munur þannig lagað á bönkunum hérlendis og lítill hagur í að skipta um. Einn möguleikinn að skipta væri í raun ef einhver erlendur banki kæmi hingað eða lögum yrði breytt og einstaklingum væri leyft að vera með viðskiptabanka erlendis.
![]() |
Halda tryggð við bankan sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og það verður seint sem það gerist hér á landi....það er eins og það megi alls ekki vera neitt ódýrt til hér.
Júlíus Már Baldursson, 29.10.2013 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.