Harma framkomið aðalskipulag

Skil ekki hverju fólk er að fagna hér. Það skilur ekki alveg hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar. Hér er mest öll stjórnsýsla og þjónusta niðurkomin. Og nú virðist ætlunin að loka hana af í 101 og þangað kemst enginn nema labbandi, eða hjólandi. Ætlunin er að fjarlægja flugvöllinn og vera með nánast engar gatnaframkvæmdir næstu 17 árin samkvæmt þessu skipulagi. Gatnamál í borginni eru í ófremdarástandi og koma ekki til með að skána miðað við þetta framtíðarplan, ef plan skyldi kalla.

Ef fólk væri með einhverjar alvöru hugmyndir um þéttingu byggðar þá væri ekki inni tillaga um að takmarka hæð húsa í miðbænum. Og ef fólk er í alvöru að tala um þéttingu byggðar má þá ekki líka byggja út í drullupollinn í miðri borginni, þar er stórt ónotað svæði, sem má nýta ef flugvöllurinn fer. Þannig að þetta hjal um þéttingu byggðar er loftbóla, ætlað að slá ryki í augu fólks og fela getuleysi við skipulag. Það er þó eitt jákvætt sem ég sé við þetta plan og er það hlutur sem ætti að vera kominn miklu lengra í uppbyggingu, en það er uppbygging norðvestur af miðbænum, þ.e. svæði frá miðbænum að gamla Ellingsen. Svæði sem hefur verið lengi til skammar. Mættu reyndar vera stærri byggingar þar.

Það er allavega nokkuð ljóst hvaða þrjú ég mun ekki kjósa í næsta prófkjöri. Greinilegt að hreinsa þarf soldið til í hópa borgarfulltrúa.


mbl.is Fagna tillögu að aðalskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband