Gott að Seðlabankinn komi á óvart

Það er nefnilega slæmt ef menn geta gengið að því sem vísu hvað gerist. Spurning hvort menn geti þá farið að taka sér stöðu með og móti vaxtahækkunum, þ.e. til að græða á hækkun eða lækkun vaxta. Nú gerðu flestir ráð fyrir hækkun, en ekkert gerðist og urðu mikil viðskipti í morgun.

Mér finnst þetta alltaf spurning hvort kemur á undan hænan eða eggið. Ef Seðlabanki héldi nú áfram að koma á óvart og myndi t.d. við næsta vaxtaákvörðunardag lækka vexti, myndi þá ekki verðbólgan koma niður á eftir. Ég tala nú ekki um ef opinber fyrirtæki myndu draga allt of miklar árlegar hækkanir sínar til baka.


mbl.is Ákvörðunin kom skemmtilega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband