Meira frelsi og vald sjóðfélaga

Þetta sýnir það að það vantar meira frelsi og vald til sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.

Í dag er það þannig að þú ert skyldugur að borga í ákveðinn lífeyrissjóð eftir því hvaða starfi þú gegnir og hefur síðan val í að borga aukalega í séreignarsjóð. Þessu þarf að breyta strax.

Maður á að hafa rétt til að borga í þann lífeyrissjóð sem maður vill, hvort sem það er sameignarsjóður eða séreignarsjóður. Einnig ef maður er ósáttur við fjárfestingu sjóðsins eða stjórn sjóðsins þá áttu að geta tekið upphæðina út og flutt yfir í annan lífeyrissjóð. Þetta skapar vonandi nauðsynlegt aðhald fyrir stjórnina að skapa sem vænlegastan sjóð. Og auðvitað eiga viðkomandi sjóðfélagar að kjósa í stjórn sjóðsins.


mbl.is Telja tapið vera 380 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband