6.2.2012 | 17:56
Meira frelsi og vald sjóðfélaga
Þetta sýnir það að það vantar meira frelsi og vald til sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.
Í dag er það þannig að þú ert skyldugur að borga í ákveðinn lífeyrissjóð eftir því hvaða starfi þú gegnir og hefur síðan val í að borga aukalega í séreignarsjóð. Þessu þarf að breyta strax.
Maður á að hafa rétt til að borga í þann lífeyrissjóð sem maður vill, hvort sem það er sameignarsjóður eða séreignarsjóður. Einnig ef maður er ósáttur við fjárfestingu sjóðsins eða stjórn sjóðsins þá áttu að geta tekið upphæðina út og flutt yfir í annan lífeyrissjóð. Þetta skapar vonandi nauðsynlegt aðhald fyrir stjórnina að skapa sem vænlegastan sjóð. Og auðvitað eiga viðkomandi sjóðfélagar að kjósa í stjórn sjóðsins.
Telja tapið vera 380 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2012 | 20:44
Hefurðu séð ...
hundinn sparka í húsbónda sinn.
Að einhverjum detti í hug að gagnrýni komi úr horni frá ASÍ þegar Samfylking er við stjórn. Er náttúrlega brandari. Það er til skammar að horfa á getuleysi þessara samtaka þegar traðkað er á hverjum réttindum launþega á fætur öðrum.
Vantrauststillaga fékkst ekki afgreidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2011 | 14:33
Gott að vera löghlýðinn og kominn á sumardekk!!
Var einmitt að fara heim seint í gærkvöldi í Breiðholti. Stoppa við rautt ljós, þá rennur einn framhjá mér og út á mið gatnamót áður en hann nær að stoppa. Heppinn að ekki voru margir á ferð. Stuttu seinna horfði ég á einn saltara renna yfir gatnamót á rauðu ljósi einnig. Sá reyndar ekki hvort hann gerði tilraun til að stoppa.
Það er nokkuð ljóst að áróður gatnayfirvalda í borginni er að virka. Og menn farnir að keyra í miklu meira mæli á sumardekkjum allan ársins hring. Það er bara heppni að ekki verða stórslys af. Mætti lögreglan gera miklu meira af að sekta vanbúna bíla til vetraraksturs og jafnvel taka af þeim númerin.
Jólasnjór í apríllok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2011 | 19:13
Hvað kostar þetta?
Hefði ekki verið nóg að loka bara hliðinu?
Er þetta kannski ástæðan fyrir hækkun útsvars hjá borginni, að eiga fyrir einhverjum svona gæluverkefnum. Ég er nú ekkert viss um að umferð gangandi aukist þegar bílarnir hverfa. En finnst alveg sjálfsagt að loka götunni þegar gott er veður eða eitthvað er um að vera.
Austurstræti breytt í göngugötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2011 | 22:26
Þjófnaður fyrirtækja
Eins og flestir vita breyttist innheimta fasteignagjalda núna. Var þeim skipt í tvennt (og hækkað í leiðinni) hluti hjá Reykjavíkurborg og hluti hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ég veit ekki hvort Orkuveitan þolir meira mótlæti en viðskiptahætti þess er ekki hægt að kalla annað en þjófnað. Fékk ég frá þeim tilkynningu um greiðslu vatns- og fráveitugjalds, 9 nokkuð jafnar greiðslur, með fyrstu greiðslu 2. feb. sem ég greiddi í byrjun mars. Það var ekki vandamálið. Önnur greiðsla var með gjalddaga og eindaga 2. mars og greiddi ég það 22. mars, en viti menn þá var kominn 950 kr. kostnaður ofan á gjaldið sem hljóðaði upp á 4.912 kr. það gerir tæp 20% álagning. Það vildi svo skemmtilega til að daginn eftir fékk ég bréf frá Momentum dagsett 16. mars, 14 dögum eftir gjalddaga um kostnaðinn.
Ég hringdi náttúrlega í Orkuveituna og kvartaði. Þar var mér tjáð að álagið (tæp 20%) væri lagt á eftir 11 daga, en vegna mikilla kvartana hefði verið ákveðið að lengja það í 20 daga. Þetta er náttúrlega fín leið til að reyna að rétta fjárhaginn af. Bara nógu háa álagningu.
Þetta er ekki eina dæmið því miður. Mér varð það á að panta nokkrar bækur og diska frá Amazon rétt fyrir jól. Fékk ég sendinguna í janúar með Íslandspósti. Þegar ég panta bið ég um að fá sem fæsta pakka, vill helst bara einn. Amazon sendi þetta hins vegar í tvennu lagi, bækur og diska saman í einum pakka og eina bók rúmri viku síðar. Íslandspóstur leggur hins vegar á Tollmeðferðargjald, kostnað við að reikna út gjöld á vörur, en þeir fá einnig greiddan kostnað sem Amazon rukkar mig um, flutningskostnað. Af þessari einu bók sem kostaði um 2000 kr. var því aukalega 550 kr. tollmeðferðargjald, einnig rúmlega 20% álagning.
Það er synd að maður geti ekki skipt við önnur fyrirtæki. Hér vantar greinilega samkeppni. Þetta er því miður alltof einkennandi fyrir semi-opinber fyrirtæki í einokunaraðstöðu. Nýta sér okurfyrirtæki eins og Momentum eða leggja á einhver ímynduð gjöld fyrir ímyndaðan kostnað. Þetta er ekkert annað en þjófnaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2011 | 00:53
Ekki borga Icesave
Icesave málið er einfalt, við eigum ekki að borga. Icesave eru reikningar sem fólk lagði pening inn á í von um skjótfenginn hagnað. Þetta voru reikningar í Bretlandi og Hollandi sem buðu mjög góða ávöxtun, miklu betri en aðrir, og þá er einmitt ástæða til að hafa varann á. Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er eitthvað gruggugt á bakvið, og menn sem falla fyrir slíku eiga skilið að tapa einhverju.
Miklar deilur hafa verið um að við verðum að borga til að sýna traust á íslensku viðskiptalífi. En málið snýst einmitt um það að treysta íslensku atvinnulífi til að leysa sín mál. Það að eitt fyrirtæki fari offari og verði gjaldþrota er eðlilegt í viðskiptum. Þá koma bara önnur í staðinn og fylla skarð þess. Út frá samkeppnissjónarmiðum milli landa er líka ólöglegt að vera með ríkistryggða banka, ef menn ætla að uppfylla skilyrði EES.
Ástæða innistæðutryggingasjóðs er til að tryggja það að bankar séu ekki háðir ríkinu er kemur að stærð þeirra og vexti. Þar sem ríki ESB/EES eru misstór og stærri ríki hafa meiri möguleika á að standa að baki stærri banka þá er ríkið samkeppnishamlandi gagnvart löndum þar sem ríkið er minna að vexti. Þess vegna kom þessi innistæðutryggingasjóður til, sem bankarnir borga sjálfir í eftir ákveðnum reglum, stærri bankar af því leiðir stærri sjóður. Það hins vegar var einungis gert ráð fyrir að einn banki myndi lenda í vandræðum eða verða gjaldþrota, ekki var gert ráð fyrir að heilt bankakerfi færi á hliðina.
Það var samþykkt í Stjórnmálaályktun á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 25. og 26. júní 2010 "Við segjum NEI við: Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu." Það er ekki hægt að hafa hlutina mikið skýrari en þetta. Þegar Bjarni B. formaður flokksins talar um að eitthvað hafi breyst þá er erfitt að sjá það. Kröfurnar eru enn löglausar. Þó afstaða hans hafi kannski breyst þá er Landsfundur æðsta vald flokksins og er hann að fara gegn ákvörðun þess. Það er mál sem þarf að taka fyrir á næsta Landsfundi.
Hver á þá að borga? Og er ekki hagstæðara að semja? Ef menn vilja semja þá er auðvitað hægt að semja um það að kröfuhafar (Icesave aðilar) taki yfir bankann og reyni að vinna sem mest úr verðmætum hans. Nú er rætt um að jafnvel yfir 90% fáist í kröfur, ef svo fer þá er varla hægt að tala um tap aðila. Hvað er svona hagstætt við þennan samning, lægri vextir þ.a. gróði Breta og Hollendinga miðað við fyrri Icesave samning verður minni, og greiðsla okkar lægri. Hvað með gengisáhættu? Nú talar Már seðlabankastjóri um að aðalatriðið sé að aflétta gjaldeyrishöftum, höftum sem aldrei átti að setja í upphafi. Þegar þeim verður aflétt má reikna með einhverri/töluverðri gengislækkun sem síðan gengur hægt til baka, ef menn hafa trú á íslensku viðskiptalífi. Hvað verður Icesave skuldin há þá?
Nú um áramótin hækkuðu skattar enn einu sinni hjá vinstri stjórninni til að reyna að ná endum saman! Hvað þarf að hækka skatta mikið þegar á að borga Icesave skuldina, í 50 eða jafnvel 60%. Það verður kannski bara allt tekið og síðan fá menn skammtað eftir þörfum mat og klæði. Líklegt að einhverjir leggi á sig að vinna! Ég vil miklu frekar taka áhættuna af málaferlum, þ.e. ef Bretar og Hollendingar leggja í það að fara í mál þegar hvort eð er yfir 90% eru að skila sér, eða hvað.
Það var ágætt sem einn sagði, ef þessi ríkisstjórn hefði tekið þátt í landhelgisdeilunni við Breta á sínum tíma, hefðu menn þakkað fyrir að geta stundað strandveiðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 23:18
Ríkisvæddir stjórnmálaflokkar
Er það það sem við viljum að stjórnmálaflokkar séu reknir af ríkinu?
Í mínum huga er þetta ekkert annað en nornaveiðar. Nornaveiðar tíðkuðust á miðöldum, þá vissi fólk ekki betur. Nornaveiðar virðast stundaðar nú án markmiðs. Eða hvað? Er kannski markmiðið með þessum upphrópunum um afsögn hinna og þessa, vegna styrkja sem þeir fengu, hluti af þeirri ríkisvæðingu sem er í gangi núna?
Í Fjárlögum fyrir árið 2010 undir Fjármálaráðuneyti og liðnum Ýmislegt er getið um Framlög til stjórnmálasamtaka og hljóðar hann upp á 371,5 milljónir króna. Það gerir tæpar 6 milljónir á hvern þingmann.
Auðvitað má segja að styrkirnir sem veittir voru árin 2006 og 2007 voru nokkuð háir. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að styrkja þessa aðila. Aðalatriðið finnst mér er að allir styrkir til stjórnmálaflokka og -manna, yfir ákveðinni upphæð, séu gefnir upp. Og ríki og sveitarfélög séu ekki að borga framlög til stjórnmálaflokka. Við veljum síðan þá frambjóðendur sem við viljum í prófkjöri eða strikum yfir í kosningum.
P.S. Munið að kjósa rétt :)
Eftirsjá af Steinunni Valdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2010 | 22:08
Fólk borgar skatta!
Þarna stendur "Ekki standi til að leggja nýja skatta á fólk eða fyrirtæki". Á þá að fara að leggja aukna skatta á ríki og sveitarfélög?
Það er nú einu sinni þannig að þegar skattar eru lagðir á eða hækkaðir þá leiðir það til hærra verðlags hjá þeim fyrirtækjum sem borga skattinn eða minna fjármagns hjá þeim einstaklingum sem borga skattinn. Hærra verðlag hjá fyrirtækjum lendir á almenningi að borga sem þýðir að hærri skattar lenda alltaf á almenningi.
Það væri ágætt ef menn hættu að reyna að vera með svona skrautbúning utan um hluti og orða þetta eðlilega.
Aðal vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í dag eru okurvextir Seðlabanka, sem hafa verið við lýði í næstum 5 ár. Þessum okurvöxtum tókst með hjálp áhættusækinna bankamanna og alþjóðlegra fjárhættuspilara að setja allt á hvolf. Þrátt fyrir tíðar breytingar á Seðlabankastjóra hefur nánast enginn breyting orðið á vöxtum bankans.
Skattar eiga að hækka um 11 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2009 | 20:14
Vandamálið er Seðlabankinn
Vandamálið er Seðlabankinn og stefna hans undanfarin 5 ár. Þann 6. maí 2004 voru stýrivextir 5,50%, rúmu ári þar á eftir voru þeir komnir yfir 10% og 2 árum síðar í júlí 2006 voru þeir komnir í 13,00%. AGS var ekki komið til sögunnar 2004 og því ekki ástæða fyrir hraðri hækkun stýrivaxta. Ef ég man rétt var rætt um of mikla þenslu sem stýrivextir áttu að draga úr. Þar gerði Seðlabankinn gríðarleg mistök með því að hella olíu á eld. Allt í einu var landið orðið hagstætt fyrir fólk sem vildi græða á vaxtamun og hingað streymdi erlent lánsfé á ódýrum vöxtum og allir græddu, að minnsta kosti tímabundið.
Ef þú vilt halda óbreyttu ástandi þá seturðu nefnd í málið. Oft á tíðum hefur það verið kallað að svæfa málið. Ég man ekki betur en allt hefði átt að breytast þegar Davíð hætti og nýr bankastjóri tæki við. Enn hefur ekkert breyst. Enda nefnd sett í málið.
Nú þarf einhvern sem þorir að taka ákvarðanir (nýjan Davíð :) ). Stýrivexti þarf að lækka strax í 5,0%. Annars ber Seðlabankinn ábyrgð á öðru hruni. Hrun sem er til komið vegna greiðsluþrots. Fólk getur ekki lengur tekið ódýr erlend lán og blæðir því út smám saman. Fyrirtæki geta ekki staðið undir þessum vöxtum nema vera á svörtum markaði.
Ég legg til að strax verði farið að vinna að því að skipta út krónunni og taka upp dollar. Þá eru stýrivaxtaákvarðanir úr sögunni. Við getum haft stýrivexti í USA + eitthvað fast prósentustig. Þá er heldur ekki lengur þörf á Seðlabanka. Verðtrygging leggst sjálfkrafa niður. Og kannski það sem verra er við uppfyllum strax allar Maastricht kröfur, nema kannski um skuldir.
Tveir vildu lækka vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2009 | 17:47
Hvað er samstarfsráðherra?
Katrín verður samstarfsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)