8.10.2009 | 20:14
Vandamálið er Seðlabankinn
Vandamálið er Seðlabankinn og stefna hans undanfarin 5 ár. Þann 6. maí 2004 voru stýrivextir 5,50%, rúmu ári þar á eftir voru þeir komnir yfir 10% og 2 árum síðar í júlí 2006 voru þeir komnir í 13,00%. AGS var ekki komið til sögunnar 2004 og því ekki ástæða fyrir hraðri hækkun stýrivaxta. Ef ég man rétt var rætt um of mikla þenslu sem stýrivextir áttu að draga úr. Þar gerði Seðlabankinn gríðarleg mistök með því að hella olíu á eld. Allt í einu var landið orðið hagstætt fyrir fólk sem vildi græða á vaxtamun og hingað streymdi erlent lánsfé á ódýrum vöxtum og allir græddu, að minnsta kosti tímabundið.
Ef þú vilt halda óbreyttu ástandi þá seturðu nefnd í málið. Oft á tíðum hefur það verið kallað að svæfa málið. Ég man ekki betur en allt hefði átt að breytast þegar Davíð hætti og nýr bankastjóri tæki við. Enn hefur ekkert breyst. Enda nefnd sett í málið.
Nú þarf einhvern sem þorir að taka ákvarðanir (nýjan Davíð :) ). Stýrivexti þarf að lækka strax í 5,0%. Annars ber Seðlabankinn ábyrgð á öðru hruni. Hrun sem er til komið vegna greiðsluþrots. Fólk getur ekki lengur tekið ódýr erlend lán og blæðir því út smám saman. Fyrirtæki geta ekki staðið undir þessum vöxtum nema vera á svörtum markaði.
Ég legg til að strax verði farið að vinna að því að skipta út krónunni og taka upp dollar. Þá eru stýrivaxtaákvarðanir úr sögunni. Við getum haft stýrivexti í USA + eitthvað fast prósentustig. Þá er heldur ekki lengur þörf á Seðlabanka. Verðtrygging leggst sjálfkrafa niður. Og kannski það sem verra er við uppfyllum strax allar Maastricht kröfur, nema kannski um skuldir.
![]() |
Tveir vildu lækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu hvað gerist ef vextir eru lægri en verðbólga?
Alexandra Briem, 8.10.2009 kl. 23:51
Þú hefur góðan skilning á vandamálinu Kristján. Seðlabankinn er sýnishorn Kommuniskra stjórnarhátta og hann verður að leggja niður.
Sönnun þess að þetta er rétt, er að finna í hvatningu Ólafs Ragnars Grímssonar á alþjóðlegum vettvangi, um að nú þurfi að efla torgreinda peningastefnu með auknum völdum til seðlabankanna. Hann vill efla þau öfl sem bera mesta ábyrgð á efnahagskreppum um allan heim.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2009 kl. 13:03
Tenging vaxta og verðbólgu er ekki alltaf ljós og því ekki auðvelt að svara spurningunni. Í lokuðu hagkerfi væri sjálfsagt hægt að halda því fram að beint samband væri þar á milli, en svo er þetta líka spurning um hvort kom á undan hænan eða eggið. Er verðbólga hér ekki að hluta til vegna hárra vaxta núna þegar fyrirtæki fá ekki lengur "hagstæð" erlend lán og þurfa að velta kostnaði út í verðlag. Svo er líka gengið afar óhagstætt og fyrirtæki hafa dregið það einhvern tíma að hækka en þau enda með því að hafa ekki val. Ég vil meina að ef stýrivextir verða lækkaðir þá fylgi verðbólga með.
Kristján Hreinsson, 9.10.2009 kl. 17:09
Að mínu mati er í góðu lagi, að raunvextir séu eitthvað neikvæðir um skeið. Það leiðir væntanlega á endanum til þess að fólk eyðir peningunum fremur en leggja þá í banka. Að auki munu menn fremur taka lán en veita þau. Þetta er bara gott til skamms tíma í efnahagslegum samdrætti.
Til lengri tíma eru neikvæðir raunvextir ekki góðir og valda vafalaust verðbólgu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2009 kl. 17:27
Vandamálið er, að vextir eru, í raun, verð á lánum.
Stýrivextir eru svo verðið á þessum lánum til almennra lánastofnanna, og stjórna þannig þeirra eigin vöxtum. Verð ákvarðast, svo maður tali nú eins og páfagaukur í smástund, af framboði og eftirspurn. (þó auðvitað sé þetta nú flóknara, en samt).
Að heimta lægri vexti er beinlínis að heimta að meira framboð sé af lánsfé. Og nema framleiðni eða verðmæti aukist, þá leiðir það til óðaverðbólgu að redda vandamálinu með því að gera aðgang að fé bara auðveldari. (því eina leiðin til þess, í rauninni, er að veita meira fé inn í kerfið með einhverjum hætti)
Nú er ríkissjóður rekinn með halla, og tekur þarmeð dágóðan skerf af lánamarkaðnum til sín til að byrja með.
Við erum einfaldlega skítblönk, það er í raun ekkert flóknara.
Alexandra Briem, 9.10.2009 kl. 20:03
en jújú, vissulega er aðalvandamálið í dag það að lán eru svo dýr að allir eru að kafna.
Það er líklega einhverrar verðbólgu virði að komast á sanngjarnari punkt, en ég veit ekki hvort við getum farið alla leið niður í 5% eða eitthvað svoleiðis.
Alexandra Briem, 9.10.2009 kl. 20:11
Þetta er heldur ónákvæm lýsing hjá þér Andrés. Fyrir það fyrsta, þá eru miklir peningar í bankakerfinu, sem bankarnir koma ekki í útlán vegna hins háa vaxtastigs.
Það sem áratugum saman var nefnt stýrivextir er nú nefnt veðlánavextir (12,0%). Þetta eru útlánsvextir Seðlabankans á veðlánum til skamms tíma, líklega 7 daga núna. Enginn hefur áhuga á þessum lánum, enda bankarnir fullir af peningum, eins og ég nefndi.
Í stað þess að Seðlabankinn sé að lána bönkunum, eru því bankarnir að lána Seðlabankanum. Vextir á þeim lánum eru nefndir innlánsvextir og eru núna 9,5%.
Vegna þessarar stöðu segir Seðlabankastjóri að eiginlegir stýrivextir séu 9,5%. Þetta er rétt hjá bankastjóranum, því að bankarnir vilja ekki lána sitt fjármagns á lægri vöxtum en þeir geta fengið hjá Seðlabankanum, án mikillar áhættu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.