17.2.2009 | 23:47
Aldrei í ESB
Þetta staðfestir það sem ég hef alltaf sagt. Við vitum um hvað ESB snýst. "geti þeir hugsanlega fengið tímabundna undanþágu" segir allt sem segja þarf. Samningar sem gerðir verða við inngöngu eru ekki varanlegir og einungis tímabundnar undanþágur.
Islendingar hafa ekkert að sækja í ESB nema stöðnun og viðvarandi atvinnuleysi. En við töpum fullveldi okkar og frelsi, og við töpum yfirráðum yfir auðlindum okkar.
Vill Ísland í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...og þá töpum við sjálfum okkur. Aldrei í ESB!
Sigurjón, 18.2.2009 kl. 02:44
EES-samningurinn var ekki góður og við værum betur sett án hans. Það hafði ekki rangt fyrir sér.
Sigurjón, 18.2.2009 kl. 03:36
Einmitt. Við gátum auðvitað ekki stofnað samkeppniseftirlit og gæðastýringu sjálf. Við þurftum að ganga að EES-samningnum til þess...
Sigurjón, 18.2.2009 kl. 13:29
Ég hef alltaf haft ákveðnar efasemdir um EES samninginn, eins og Sigurjón segir við hefðum getað tekið þessi atriði upp sjálf. Það er hins vegar grundvallar munur á að ganga í ESB og taka upp EES samninginn. EES snýst um frelsi í viðskiptum, fjármagni og atvinnu en aðgangur í ESB um afsal fullveldis. Í gegnum EES samninginn erum við að taka upp fullt af reglugerðum en engin ábyrgð virðist á bak við þær reglur eins og Icesave dæmið sýnir.
Kristján Hreinsson, 18.2.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.