5.12.2008 | 17:59
Slaufu strax!
Þarna vantar slaufu strax, þetta eru gatnamót sem eru löngu sprungin. En því miður vegna umhverfisverndar mátti ekki taka örfáa metra af Elliðaárdalnum svo slaufan komist fyrir yfir götuna. Ég er reynda nokkuð viss um að þessi lokun minnki umferð um Bústaðaveg og aðliggjandi götur til lengri tíma litið, og óþarfa gegnumakstur minnkar.
Annars hefði ég viljað sjá aðra nálgun. Þar sem aðal vandamálið er seinni part dags þegar Sæbraut, Miklabraut og Suðurlandsbraut stíflast oft langar leiðir vegna þessara gatnamóta. Réttara hefði verið að loka fyrir báðar vinstri beygjurnar á milli 16 og 19.
Ég á stundum erindi þarna í bústaðahverfi og ég fer oft Reykjanesbrautina og síðan Miklubraut og þaðan upp á Réttarholtsveg, niður í Fossvog, finnst það oft greiðfærara.
![]() |
Hverfisráð leggst gegn lokun vinstri beygju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Innlent
- Ýmsu stolið en málverkin látin vera
- Hvernig gátu bændurnir verið svona grimmir?
- Læt vera að rifja upp hvernig talað var um mig
- Verðlaunaður fyrir óþreytandi vinnu í ríflega hálfa öld
- Flugslys á Blönduósi: Fjórir fluttir á sjúkrahús
- Þú ert þá ekki góður í því sem þú ert að gera
- Vatnsleysi frá Hlíðum að Bolholti
- Ingvar útskýrir fjarveruna frá þingi
Erlent
- Kona tengd konungsfjölskyldunni fékk þungan dóm
- Landeigandi telur systurnar frá Kóreu hafa stokkið
- Segir viðurkenningu Palestínu aðeins styrkja Hamas
- Sakaður um morð á Blóðuga sunnudeginum
- TikTok fari undir bandarískt eignarhald
- Lífsýni á vettvangi stemma við Robinson
- Ítrekar aðdáun sína: Vill meina Ísrael þátttöku
- Stúlka alvarlega særð eftir hnífstungu
Athugasemdir
Þessu er ég sammála! Hér verður að setja mislæg gatnamót strax í vor! Þess verður að krefjast! Þetta eru hræðileg gatnamót á álagstímum og mörg umferðarljós með svo skömmu millibili gera ekkert annað en að tefja umferð og ergja ökumenn! Síðan þyrfti að koma almennilegur göngu- og hjólastígur á milli Breiðholts og Smiðjuhverfis í Kópavogi með tengingu í Bústaðahverfi — meðfram Reykjanesbraut-Sæbraut. Það er stórhættulegt að vera þarna á ferð fótgangandi eða hjólandi. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn vissulega að sanna sig í umferðarskipulagsmálum! Hvernig væri að gera eitthvað af viti? Kærar kveðjur, Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.