23.9.2008 | 20:50
Betra en evra
Við eigum að fara að hætta þessu tuði um að taka upp evru og finna betri lausn. Ein hugmynd er sú að útbúa myntkörfu sem gæti t.d. innihaldið dollar og evru ásamt kannski 2 öðrum myntum, miða kannski við okkar helstu viðskiptalönd. Síðan mætti tengja gengi krónunnar við þessa myntkörfu.
Með sama hætti mætti taka stýrivexti seðlabanka úr sambandi og miða við stýrivexti evrópusambandsins eða bandaríkjanna plús kannski 2-3% vegna smæðar gjaldmiðils. Þetta eru atriði sem við ættum að geta framkvæmt nokkuð fljótlega jafnvel látið taka gildi við lok næsta árs.
Ekkert sem útilokar evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.