Einfalda skattkerfið

Ég vil beina því til þeirra sem standa að þessari endurskoðun að því einfaldara sem kerfið er því betra. Eðlilegast er að skattleggja notkun með bensíngjaldi en fella niður önnur gjöld eins og t.d. þungaskatt sem kemur 2 á ári upp á ca. 10-15.000 kr. eftir þyngd.

Með því að hafa fastagjöld lág á bíl, en notkunargjöld há þá eykst frekar hvati á að draga úr notkun. Fastagjöld hjá mér eru t.d. um það bil 100.000 kr. á ári (tryggingar, skattar og skoðun) það þýðir að miðað við núna um 20.000 km keyrslu er ég að borga um 5 kr/km, ef ég myndi nú taka mig til og minnka keyrsluna í 1.000 km væri ég að borga um 100 kr/km. Það segir okkur að því meira sem ég keyri því hagstæðara :) 

Það mætti t.d. ímynda sér hvernig þetta væri ef skattar og tryggingar væru líka innheimt með bensíngjaldi.


mbl.is Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband