Hvers vegna er RUV að auglýsa?

Stofnun sem innheimtir afnotagjöld af öllum sem eiga sjónvarp. Hvort sem þeir nýta þjónustuna eða ekki, þá skal greitt afnotagjald, eða gripið er til annarra innheimtuaðgerða. Eins og opinberra stofnana er háttur.

Það er ekki möguleiki að segja þessu upp. Og í raun miklu eðlilegra að þetta sé þá greitt með þeim sköttum sem ríkið hefur núna. Það er nú þegar t.d. 36,7% tekjuskattur og það má alveg eins nota það ef ríkið vill endilega standa í afþreyingarrekstri, sem ég tel algjörlega óþarft.

Stofnun sem innheimtir afnotagjöld og fer á ríkisspenann í byrjun árs 2009. Hvaða máli skiptir fyrir þá yfir höfuð hvort einhver horfir á það sem þeir hafa upp á að bjóða (hálf fyndið að tala um að bjóða). Þei fá sína peninga hvort eð er.

Réttast væri ef allir tækju sig saman og hættu að borga afnotagjöldin. Það er tómt bruðl fyrir þessa stofnun að auglýsa eitthvað sem ekkert er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband