Gata í Breiðholti...

Það skyldi þó ekki vera Arnarbakki einu sinni enn. Gata sem eðlilegt er að keyra á um 50, en á smá kafla þar er einungis leyfður 30 km hraði. Það er nú að vísu orðið fullhratt ef menn eru komnir yfir 60 þar.

Löggan er þar oft að mæla og líka að stöðva menn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu þar, sjálfsagt vegna þess að útsýnið er of gott við gatnamótin og margir staðir fyrir lögguna.

Skil reyndar ekki alltaf þessar hraðamerkingar. Í borginni er t.d. leyft ýmist 30, 50, 60, 70 og 80 km hraði. Það eitt veldur örugglega mörgum heilabrotum, bara að reyna að halda réttum hraða. Ekki virðist nein skynsemi í þeim merkingum oft á tíðum ýmist of hátt en yfirleitt of lágt.

Ég teldi eðlilegra að vera með skarpari skil á milli, t.d. ef það eru 3 akreinar (eða fleiri) þá sé leyft 80 (eða hærra) ef það eru 2 akreinar þá 70 og síðan 50 eða 30 ef það er ein akrein. Þá verða líka til skarpari skil milli íbúðagatna og umferðaæða sem bera meiri umferð.


mbl.is Á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband