Hefjum framkvæmdir við Miklubraut

Það er löngu komin tími á framkvæmdir við Miklubraut og gera hana þannig úr garði að umferð gangi viðstöðulaust frá Ártúnsbrekku og að Lækjargötu/Njarðargötu. Gatnakerfi borgarinnar á að útbúa þannig að hagstæðast sé fyrir þá sem um þau fara að fylgja stofnbrautum en ekki þvælast í gegnum íbúðahverfi.

Það er vonandi að gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fari nú að komast á framkvæmdastig, þau eru búin að vera á hold síðan R-listinn tók við, en nú er kominn tími á framkvæmdir. Öskjuhlíðargöng nýtast ekki að miklu leyti og þá eingöngu fyrir byggðir sunnan Reykjavíkur sem eiga leið í og úr miðbænum, en ekki fyrir sömu byggðir sem eiga leið t.d. í Borgartún-svæðið, sem er að verða aðal business svæði borgarinnar í dag.

Eina lausnin af einhverju viti sem hugsuð er til framtíðar við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er mislæg gatnamót. Og þá þannig útbúin að bæði Miklabraut og Kringlumýrarbraut hafi frítt flæði án ljósa.

Varðandi Miklubrautina þá eru 3 atriði sem þarf að leysa, þau eru í forgangsröð:

  1. Loka gatnamótum við Lönguhlíð yfir Miklubraut eins og ég hef nefnt í öðru bloggi mínu
  2. Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut
  3. Göng frá Grensásvegi þ.e. rétt austan við gatnamót Grensásvegar á móts við Hagkaup og koma út á móts við Kringlu áður en komið er að Kringlumýrarbraut.

Fyrsta liðinn ætti að vera hægt að framkvæma strax í sumar áður en umferð eykst aftur næsta haust. Þá höfum við 1-2 ár í annan liðinn og svo önnur 2 ár í þriðja lið. Þ.a. um 2011 ættum við að geta keyrt viðstöðulaust úr Ártúnsbrekku og niður í miðbæ. Þá verður kannskið eitthvað varið í að flækjast í bæinn, þar sem maður veit að maður situr þar ekki fastur.

 


mbl.is Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband