1.3.2022 | 23:19
Um fjölmiðla
Ég ákvað að senda smá grein á Skoðun hjá Vísi. Örlitla athugasemd um fjölmiðla. Það leið tæp vika og ekkert svar. Þá hringdi ég í Vísi og kannaði málið. Viðkomandi sagðist ætla að skoða það og hafa samband. Seinna fékk ég tölvupóst þar sem eftirfarandi kom fram:
Við sjáum okkur ekki fært að birta greinina þar sem við teljum hana ekki standast kröfur okkar um sannleiksgildi staðhæfinga. Þannig höfum við á Vísi og BBC, sem þú tiltekur í greininni, fjallað heilmikið um mótmælin í Kanada.
Með fylgdi linkur á lista af fráttum á Vísi. Ég fann þessar 10 greinar um mótmælin í Kanada, dagsetning og tími fremst:
- 31.1 20:23- Trudau ósáttur
- 02.2 23:53- Lögreglan í Ottawa
- 07.2 06:51- Neyðarástandi lýst yfir
- 10.2 22:46- Bílaframleiðendur skella í lás
- 12.2 08:03- Vörubílstjórar mótmæla enn
- 12.2 23:48- Vinna að því að fjarlægja mótmælendur
- 15.2 07:47 - Munu geta fryst bankareikninga
- 17.2 23:40 - Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum
- 18.2 07:47 - Leiðtogar mótmælanna handteknir
- 20.2 17:02 - Vill selja bíla mótmælenda
Þannig að ég hef ekki alveg rétt fyrir mér í greininni. Það voru örfáár fréttir um vörubílstjórana, 10 fréttir á tæpum mánuði. Ég mundi aldrei kalla það heilmikla umfjöllun um málefni. Og ég segi og stend við það örfáar fréttir, skrifaðar seint að kvöldi eða snemma morguns og hverfa því sjónum þeirra sem skoða fréttir að degi til. Ég prófaði að leita að fréttum um Úkraínu fyrir svipaðan tíma, þær voru mörgum sinnum fleiri. Og það áður en ráðist var inn. Það er reyndar einkennandi fyrir þessar fréttir að þær eru allar á sömu nótum, nánast eins og fréttatilkynning frá Trudau. Það er ekkert fjallað um hlið vörubílstjóranna.
Því miður er þetta það sem fjölmiðlar gera. Segjast fjalla um hluti en gera það á mis áberandi hátt. Setja sumar fréttir alltaf sem fyrstu frétt, eða á forsíðu. Segjast fjalla um allt og vera hlutlausir, en birta sumar fréttir alltaf síðast í fréttatímanum, eða í lítilli klausu inn á milli auglýsinga.
Ég stend við það sem ég segi í greininni. Og vona að með smá gagnrýni muni blaðamenn reyna að hysja upp um sig buxurnar og fara að segja fréttir en ekki flytja fréttatilkynningar.
Hér er greinin sem var ritskoðuð á Vísi, af fréttamönnum sem þola ekki gagnrýni.
Daprir fjölmiðlar
Nú stendur til að mótmæla því að einhverjir blaðamenn séu kallaðir í yfirheyrslu. Þetta eru blaðamenn af fjölmiðlum sem hafa staðið sig illa. Það er ýmislegt betra sem hægt væri að mótmæla, eins og ríkisrekstur fjölmiðla, einhæfni fjölmiðla, áróðri fjölmiðla, þöggun fjölmiðla o.fl. mætti tína til.
Það er áberandi sá gegndarlausi áróður fjölmiðla sem staðið hefur yfir núna í tæp tvö ár. Byrjaði með hlýðum Víði, og hélt svo áfram. Birtar tölur um fjölda smitaðra í hverjum einasta fréttatíma og alltaf í upphafi fréttatíma. Einhliða fréttatilkynningar sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra lesnar upp, og ekki nokkur athugasemd frá fréttamanni. Þeir kalla sig fjórða valdið á hátíðisdögum. En ég held þeir ættu að þegja um það framvegis, ef ekki verður breyting á. Ef einhver gagnrýnistónn heyrðist var reynt að þagga það niður. Eða gert lítið úr viðmælanda.
Nú standa yfir í Kanda mótmæli vörubílstjóra vegna covid aðgerða á landamærum. Þeir hópuðust til Ottawa til að mótmæla. Einhver fjölmennustu mótmæli þar, lokuðu landamærum í nokkra daga. En ekki múkk um þetta í fjölmiðlum. Þetta ætti að vera það mál sem mest er fjallað um í dag. Ríki sem við teljum lýðræðisríki beitir þegna sína einræðis tilburðum. Ég hef séð smá grein um mótmælin á mbl.is og frettin.is og síðan var Aljazeera með frétt um daginn. Annars eru fjölmiðlar hljóðir. Mannréttindabrot Trudau eru víst ekkert spennandi. Ekki múkk í fjölmiðlum eins og Vísi, Bylgjan, Kjarninn, BBC og Sky. Fjölmiðlar sem héldu ekki vatni yfir því þegar stelpa flæktist um og mótmælti fyrir nokkrum árum. Þá var verið að fjalla um þeirra uppihald hræðsluáróður um loftslags breytingar. Vita menn ekki að það var hlýrra á landnámsöld. Og loftslags breytingar hafa verið að gerast í milljónir ára, kólnun og hlýnun á víxl.
Við höfum séð árangur af ríkisrekstri fjölmiðils í fjölmörg ár. Steingeldur fjölmiðill sem flytur ekkert nema áróður um aukinn ríkisrekstur. Og svo gerist það núna, á vakt Sjálfstæðisflokksins, að restin af fjölmiðlum er sett undir ríkishattinn. Dælt í þá skattpeningum og við sjáum árangurinn. Þeir hlýða ríkisvaldinu.
Hvað er hægt að gera? Blaðamenn þurfa að fara að vakna og segja fréttir í stað þess að birta bara fréttatilkynningar. Þeir þurfa líka að fara að spyrja gagnrýnna spurninga, eins og af hverju, hvers vegna. Og ekki birta fréttir nema fá svar frá viðkomandi, eða geta þess að viðkomandi vilji ekki svara. Oft þegar menn vilja ekki svara eru þeir að fela sannleikann. Þá þarf að taka þetta ríkisrekna nátttröll og einkavæða það. Ríkið getur boðið út þá þáttagerð sem það vill og telur þurfa vegna menningar hlutverks. Það þarf ekki að framleiða og flytja á ríkisreknum fjölmiðli.
Ég veit við eigum góða fréttamenn sem segja uppbyggilegar fréttir, sem má finna á stöðvum eins og t.d. N4, og einstaka aðilar á Stöð 2. Það er reyndar merkilegt að flestir þeirra eru að segja fréttir af landsbyggðinni.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
Athugasemdir
Frábær grein,skil vel að hún hafi ekki verið leyfð,þarna er helber sannleikur um heilaþvottastöðvarnar RUV.st.2 og visir.is svo eitthvað sé nefnt.
Björn. (IP-tala skráð) 2.3.2022 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.