Hatursorðræða vs. skoðun

Jón Valur ákærður fyrir að hafa skoðun á Samtökunum 78. Hljómar fáranlega, en er það sem við búum við á Íslandi árið 2016. Maður hefði kannski búist við svona á miðöldum þegar konum var hent í vatn í bunkum fyrir villutrú!!!

Ég er ekki alltaf sammmála Jóni, en er þó sammála honum í þessu, ég sé ekki hvers vegna þessum samtökum er boðið í skóla með sínar þröngsýnu skoðanir meðan kirkjunni, skátum og íþróttafélögum er úthýst, félög sem hafa þó eitthvað uppbyggilegt fram að færa fyrir nemendur.

Það er reyndar merkilegt við lestur fréttarinnar að það kmeur ekkert fram fyrir hvaða greinar er ákært, það á kannski eftir að semja þær? Þessi ákæra sýnir líka út í hvaða vitleysu við erum komin. Við ættum að muna Voltaire sem sagðist geta verið ósammála mönnum en myndi verja rétt þeirra til að tjá sig óendanlega.

Þetta er spurning um tjáningarfrelsi. Viljum við að Samtökin 78 svipti okkur því í nafni réttrúnaðar.


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú verður þú kærður líka. Sagðir að samtökin 78 væru þröngsýn, alveg eins og Jón Valur.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2016 kl. 22:53

2 identicon

Það hefur enginn ákært Jón Val fyrir að hafa skoðun. Hatursorðræða er ekki skoðun heldur athöfn. Honum er frjálst að hafa hvaða skoðanir sem hann vill en honum er ekki frjálst að segja og gera allt sem honum dettur í hug.

Hefði hann kallað þig þjóf, barnanýðing og föðurlandssvikara frammi fyrir alþjóð hefðir þú ekki sagt það í lagi vegna þess að það sé hans skoðun. Þér væri sama hver hans skoðun væri, þér væri ekki sama um hvað hann gerði. Tjáningarfrelsið er ekki ekki takmarkalaust og án ábyrgðar, en skoðanafrelsið er það.

Espolin (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband