1.5.2007 | 00:37
Talandi um óþarfa
Ég hef ekki lesið Fréttablaðið frá áramótum og ætla ekki að lesa það aftur fyrr en hætt verður að bera pappírsútgáfuna út í póstkassann hjá mér. Er búinn að hringja í þá margoft og láta vita að ég vilji ekki blaðið en þeir virðast ekki skilja hvað átt er við. Er kominn með 4 fulla plastpoka frá áramótum eingöngu af Fréttablaðinu. Skil ekki hvað er svona flókið við að sleppa því að bera blaðið út til þeirra sem vilja það ekki.
Gerði einu sinni tilraun til að skila blöðum til þeirra í Skaftahlíð en var tjáð að þeir sæu ekki um dreifinguna þar hún væri í Garðabæ. Skiljanlegt að þeir vilji ekki kannast við það.
Hægt að þekja vegakerfi Íslands fimm sinnum með dagblöðum og auglýsingapósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.