17.6.2015 | 14:16
Vanhæfir mótmælendur
Vanhæfir mótmælendur gera lítið úr þjóðhátíðardegi íslendinga. Þetta er gagnrýni á Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein, sem börðust fyrir eigin stjórn, frelsi og lýðveldi Íslands. Þetta er táknræn athöfn sem fram fer á Austurvelli ár hvert, sem nú er gert lítið úr.
Hér er kosið á um það bil fjögurra ára fresti. Og það fólk sem nú mótmælir er enn tapsárt frá síðustu kosningum. Svipað og gerist í fótbolta og maður kennir dómara eða rokinu um tap liðsins. Síðasta ríkisstjórn, ein vanhæfasta ríkisstjórn sögunnar, undir stjórn Jóhönnu og Steingríms J. innleiddi nýja tegund stjórnmála, sem fólst í að eyðileggja allt sem áður hafði verið gert og reyna að koma á einhverju nýju skipulagi. Þessu mótmæltu kjósendur í síðustu kosningum og kusu nýja og betri stjórn sem hefur nú snúið við blaðinu og kemur hlutum í betra horf. Það sýna allar tölur. Skattar eru lækkaðir, vörugjöld og tollar afnumdir og fólk hefur meira milli handanna. Um það verður kosið í næstu kosningum.
Til hamingju með 71 árs afmæli lýðveldisins og 111 ára afmæli heimastjórnar.
Gleðilega þjóðhátíð
Púað á Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju flýr fólk land vegna afkomu sinnar, ef það hefur meira á milla handanna en í tíð fyrri ríkisstjórnar?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.6.2015 kl. 16:20
Sæll.
Tek undir með þér, 17. júní er þjóðhátíðardagur og á að vera ópólitískur. Þetta fólk þarna varð sér til fullkominnar skammar þó það fatti það auðvitað ekki sjálft.
Þetta stjórnlagaráð var auðvitað ekkert annað en tóm della enda krukka menn ekki í stjórnarskránni eftir bankahrun enda kom stjórnarskrá okkar bankahruninu ekkert við. Samfylkingin fattaði það auðvitað ekki.
Gaman verður að sjá svipinn á Samfylkingarfólki í lok þessa mánaðar þegar allt fer í steik innan ESB. Vilja menn þá samt inn í skrifræðisbáknið?
Helgi (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.