Seðlabanki hefur ekki lært af hruni

Seðlabankinn kominn með sömu stefnu og fyrir hrun, að hækka vexti. Við vorum með hæstu vexti miðað við nágrannalönd okkur, sem eru með vexti einhvers staðar í kringum nullið. Og ætlum okkur að halda því. Ótrúlegt að þessi sami banki sem tendraði erlenda lánasöfnun landsmanna og tældi hingað erlenda fjárfesta í hrönnum fyrir 2008 skuli ekkert hafa lært. Og að engu skuli hafa verið breytt til batnaðar hjá bankanum er ótrúlegt. Því fyrr sem við losum okkur við þennan banka því betra fyrir íslenskt efnahagslíf.

Hvað þýðir þessi vaxtahækkun eiginlega. Jú, verðtryggðu lánin sem Seðlabankastjóri hefur talað um að þurfi að draga úr hljóta nú að aukast í vinsældum. Þeir sem voru svo vitlausir að taka óverðtryggð lán sitja nú í súpunni, þegar Seðlabankinn fer af stað í sína vaxta hækkunarhrinu.

Þetta þýðir líka það að þvert á áætlun bankans um að tryggja stöðugt verðlag þurfa þeir sem taka eða eru með lán að hækka vöruverð hjá sér vegna hærri vaxtakostnaðar. Heimilin í landinu þurfa sjálfsagt að herða sultarólina og greiða meira til bankanna. Milljarðagróði bankanna hins vegar eykst og þeir geta borgað hærri bónusa, sem fer beint út í verðlag.

Nú er loksins byrjað að losa um fjármagnshöftin. Ég bíð spenntur eftir að geta tekið erlent lán með smá gjaldeyrisáhættu og vera laus við þá áhættu sem fylgir Seðlabanka Íslands.

 


mbl.is Hækka stýrivexti bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband