Nú verður að taka á þessum slóðum..

sem eru að þvælast um bæinn á ónegldum dekkjum í svona vetrarfæri. Það á bara að klippa af svona mönnum á staðnum, stórhættulegir sjálfum sér og öðrum og hafa ekkert vald á bifreiðinni.

Maður er alltaf að heyra um að menn skilji bílana bara eftir þessa daga sem snjói. Það væri allavegana rétt af þeim að leggja ekki af stað fyrr en sólin er komin upp svona upp úr kl. 10 Sleeping


mbl.is Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nákvæmlega málið! Lengi lifi nagladekkin!! Hibb hibb húrra!

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Jóhann

Bull, negld dekk er aldrei nauðsynleg, aldrei!

Jóhann, 27.3.2007 kl. 14:25

3 identicon

Þessi Jóhann ætti bara að prófa að fara yfir Hellisheiðina eða Holtavörðuheiðina á ónegldum á veturna ef að naggladekk eru aldrei nauðsynleg. Bíðið nú við; var hann kanski einn af þeim sem sátu fastir núna síðast og voru fyrir okkur hinum???

keli (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:35

4 identicon

Það er gaman að heyra ykkur borgarbúa sem vilja nagladekk vera benda á Holtavörðuheiði og fleiri staði þar sem menn þurfa nagladekk. Ég er búinn að vera atvinnubílstjóri í 16 ár og eftir að ég fór af nagladekkjum og prufaði loftbóludekkinn fyrir 11 árum vill ég ekki sjá annað. Og keyri ég líklega töluvert meira en þið. En sumir hafa bara svo mikla trölla trú á nagladekkjunum að það er alveg sama hvað er sagt eða mönnum sýnt þeir skifta ekki um skoðun.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 16:49

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

OK. Skal athuga þetta með loftbólurnar næsta vetur. En venjuleg vetrardekk...aldrei!

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fékk reyndar atvinnubílstjóra nánast beint í fangið sem var á loftbóludekkjum, en dugði bara ekki til. Það þarf sennilega að aka eftir aðstæðum, ekki satt. Hefði þrátt fyrir naglana, í morgun, ekki viljað evra á meira en 30- 40 kílómetra hraða. Held sannast sagna að eins og þetta var í morgun hafi það eina sem skipti máli verið að fara varlega! 

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband