Hvers vegna er bara leyfður 30 km hraði þarna!!

Bakkar2170013Þarna á hiklaust að vera leyfður 50 km/h. Maður hálf vorkennir löggunni að standa í þessu að stöðva fólk þarna þar sem eru góðar aðstæður og sér vel til allra átta.
mbl.is Ökumenn ítrekað stöðvaðir fyrir hraðakstur í Arnarbakka í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm...., það skyldi þó ekki vera vegna þess að "þar fer fjöldi barna um á hverjum degi" - eins og segir í fréttinni.

Íslenskir ökumenn upp til hópa (ekki þó allir) bera því miður frekar litla virðingu fyrir gangandi vegfarendum og hafa þess vegna fyrirgert rétti sínum til að keyra á slíkum hraða á stöðum sem þessum.

TJ (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Kristján. Má til með að segja þér að ég er þér ósammála. Ekki vegna þess að þú ert ,,Púllari", nei,nei. Vegna þess að ég ek þarna oft. Ég bjó við Skriðustekk, en hann er fyrir neðan. Oft var ekið á börn í þessari götu og það er mikið um eldra fólk og börn sem ganga þarna á milli. Þetta er einnig tenging við gönguleiðir í Elliðarárdalinn. 

50 km. er alltof mikið. 30 og ekki sentímeter meira. Ökumenn verða, já verða bara að aka hægar. Til þess eru reglur, til að fara eftir þeim, ekki satt?

Sveinn Hjörtur , 21.3.2007 kl. 19:49

3 identicon

Það er ekkert að gera með 50 km hámarkshraða á þessu svæði, þar sem bæði eru leik- og grunnskólar þarna og mikil umferð gangandi fólks.  Svo stoppa líka þær strætóleiðir sem ganga í hverfið þarna og mikið verið að hleypa út fólki.  Bílstjórum er engin vorkun að aka þarna um á 30 km hraða og löggan fær hrós fyrir að vera dugleg að mæla á þessu svæði

k.skj

k.skj (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Kristján Hreinsson

Það er náttúrlega dapurlegt að lækka hraða í 30 svo ökumenn fari að bera virðingu fyrir gangandi vegfarendum, það ætti að vera hægt að beita öðrum aðferðum til þess. En rétt hjá þér það er dapurlegt að sjá tillitsleysi ökumanna við merktar gangbrautir.

Ég hef ekki orðið var við mikla umferð gangandi fólks þarna, og er þó töluvert á ferðinni á ýmsum tímum. Það var meira áður fyrr en ekki í dag. Líta má á þetta sem misnotkun á 30 km svæði þar sem sér vel til allra átta eins og ég sagði áður.

Væri gaman ef þær upplýsingar eru til að fá það fram hversu mörg prósent, ef einhverjir, aka á löglegum hraða á þessum stað. Auðvitað eru reglur til þess að fara eftir þeim, en þær verða líka að vera skynsamar.

Kristján Hreinsson, 21.3.2007 kl. 20:36

5 identicon

Afhverju er ekki haft mismunandi hámarkshraða á nóttunni en á daginn?

Guðni Már Leifsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband