Menningarnótt ekki fyrir alla

Er Menningarnótt bara fyrir þá sem búa í miðbænum eða nógu nálægt til að geta gengið. Það eru tæpir 10 km í miðbæinn úr Breiðholti, Grafarvogi og enn lengra frá Kjalarnesi. Gangi þeim vel að ganga í bæinn!!

Ég sá bílum lagt við túnbletti við BSÍ og fannst það bara fínt. Bílarnir ekki fyrir og nýta grasbletti sem standa auðir allt árið hvort eð er. Það er hins vegar markviss stefna yfirvalda í borginni í samvinnu við lögreglu og bílastæðasjóð að koma fólki úr miðborginni með góðu eða illu. Auk þess að takmarka fjölda að skipulögðum atburðum eins og fótboltaleikjum. Það er kannski ástæða fyrir dræmri þáttöku á leikjum Fjölnis, framganga lögreglu við sektarúthlutun á leikjum snemma sumars?

Þetta er kannski hluti af tekjuöflun til að standa undir kostnaði við rekstur Menningarnætur. Rúmar 5 milljónir í tekjur á móti kostnaði við frían strætó, kostnað við flugeldasýningu, kostnað við skipulagningu, kynningar og auglýsingar o.fl. Það er spurning hvað svona skemmtun kostar okkur borgarbúa. Bæði Menningarnótt og Gay pride hálfum mánuði fyrr. Það mætti kannski draga úr framlögum í þessar skemmtanir og lækka útsvar á móti, sem er núna í hámarki í Reykjavík.


mbl.is Metfjöldi sekta á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Hreinsson
Kristján Hreinsson

kerfisfræðingur, ferðamaður og ljósmyndari, áhugamaður um flug, aðdáandi kóalabirna, og trú á frelsi einstaklingsins umfram boð og bönn

flakkari.net

Nýjustu myndir

  • Ellidardalur2439
  • Í kömbum
  • Fjallsjokull
  • Fjallsjokull26050016
  • Dreifing3310003

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband