29.11.2013 | 20:11
Frekari ástæða til að fara ekki í miðbæinn
Skil ekki alveg hvaða tilgangi þetta á að þjóna. Verslanir loka kl. 18 og þá er bara spurning með matsölustaði og pöbba. Það er kannski of mikið af íslendingum sem fer út að borða á kvöldin og þarf að rýma aðeins til fyrir útlendinga, svo þeir geti verið í friði. Þetta þýðir væntanlega aukavinnu fyrir starfsmenn Bílastæðasjóðs við að sekta lengur á kvöldin.
Held það væri sniðugra að taka upp skífur, svipað og á Akureyri. Þá myndi fólk kannski leggja leið sína oftar í bæinn til að versla.
![]() |
Ætla að lengja gjaldskyldutímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.