Ruslpóstur

Bladadreifing2100002Mikið er rætt stundum um ruslpóst. Er þá oftast átt við þann sem kemur í tölvupósti, óumbeðinn. Eihvern veginn fer hann lítið í taugarnar á mér. Ég er yfirleitt tiltölulega snöggur að smella á delete hnappinn.

Það er hins vegar annar ruslpóstur sem fer meira í taugarnar á mér og það er sá póstur sem kemur inn um póstlúguna, óumbeðinn. Þá er ekki nóg að smella bara á delete hnappinn. Er ég að meina óumbeðinn auglýsingapóst, matarbæklinga, sjónvarpsdagskrár og fréttablöð. Vilji maður vera vistvænn, þá er náttúrlega farið með þetta í næsta pappírsgám, með tilheyrandi bensíneyðslu. Einnig er möguleiki að henda þessu líka beint í lúguna, en þetta krefst hreyfingar umfram tölvupóstinn.

Eitt er ákaflega slæmt með þennan póst eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. En það er náttúra þeirra sem bera út þessi blöð og bæklinga að setja þetta einungis að hluta til í póstkassann, eða yfirfylla póstkassann af margra daga gömlum blöðum, ef viðkomandi er ekki heima nokkra daga í röð. Afleiðingu af þessu má sjá er hvessa tekur og blöð og pappír tekur að fjúka um allar trissur.

Einhvern veginn efast ég um að hönnuðir og auglýsendur hafi þetta í huga þegar bæklingur/blað er borin út. Og get ekki ímyndað mér að þetta sé góð auglýsing fyrir viðkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Hreinsson
Kristján Hreinsson

kerfisfræðingur, ferðamaður og ljósmyndari, áhugamaður um flug, aðdáandi kóalabirna, og trú á frelsi einstaklingsins umfram boð og bönn

flakkari.net

Nýjustu myndir

  • Ellidardalur2439
  • Í kömbum
  • Fjallsjokull
  • Fjallsjokull26050016
  • Dreifing3310003

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband