24.2.2007 | 21:30
Ruslpóstur
Mikið er rætt stundum um ruslpóst. Er þá oftast átt við þann sem kemur í tölvupósti, óumbeðinn. Eihvern veginn fer hann lítið í taugarnar á mér. Ég er yfirleitt tiltölulega snöggur að smella á delete hnappinn.
Það er hins vegar annar ruslpóstur sem fer meira í taugarnar á mér og það er sá póstur sem kemur inn um póstlúguna, óumbeðinn. Þá er ekki nóg að smella bara á delete hnappinn. Er ég að meina óumbeðinn auglýsingapóst, matarbæklinga, sjónvarpsdagskrár og fréttablöð. Vilji maður vera vistvænn, þá er náttúrlega farið með þetta í næsta pappírsgám, með tilheyrandi bensíneyðslu. Einnig er möguleiki að henda þessu líka beint í lúguna, en þetta krefst hreyfingar umfram tölvupóstinn.
Eitt er ákaflega slæmt með þennan póst eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. En það er náttúra þeirra sem bera út þessi blöð og bæklinga að setja þetta einungis að hluta til í póstkassann, eða yfirfylla póstkassann af margra daga gömlum blöðum, ef viðkomandi er ekki heima nokkra daga í röð. Afleiðingu af þessu má sjá er hvessa tekur og blöð og pappír tekur að fjúka um allar trissur.
Einhvern veginn efast ég um að hönnuðir og auglýsendur hafi þetta í huga þegar bæklingur/blað er borin út. Og get ekki ímyndað mér að þetta sé góð auglýsing fyrir viðkomandi.
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hve skúffuð og spæld er vor æska
- Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka selur
- Cybertruck nær ekki flugi
- Mannleg hegðun breytist ekki
- Kaupmáttur muni líklega rýrna á næstunni
- Íslandsbanki hagnast um 7,2 milljarða
- Mikil aðlögunarhæfni í sjávarútvegi
- Sonja lætur af störfum hjá Play
- Hagvöxtur eykst í Bandaríkjunum
- Hvalur hyggst stefna íslenska ríkinu
- Festi fram úr væntingum
- Aldrei verið fleiri í einkareknum grunnskólum
- Heldur stýrivöxtum óbreyttum
- Novo Nordisk lækkað um 60%
- Porsche í sjálfskoðun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.