Upplýst ákvörðun!!

Eru það bara aðildarsinnar sem geta tekið upplýsta ákvörðun? Ég bara spyr. Ég er búin að taka upplýsta ákvörðun um það að ég vill ekki ganga í Evrópusambandið. Ég ásamt meirihluta þjóðarinnar, skv skoðanakönnunum, viljum ekki ganga í ESB. Það er upplýst ákvörðun okkar. Við vitum hvernig ESB er í dag og hvernig það hefur verið. Og erum þess vegna mjög upplýst í þeirri ákvörðun okkar.

Þeir sem tala um að sjá samninginn eru að villa um fyrir fólki. Það er ekkert í samningnum nema tímasetningar á því hversu langan tíma það tekur okkur að taka upp regluverk ESB. Það eru engar undanþágur frá reglunum. Þess vegna má segja að þeir sem vilja sjá samninginn séu illa upplýstir. Í dag er búið að fara gegnum 1/3 af 35 bálkum ESB á 4 árum, með sama áframhaldi þarf 8 ár í viðbót til að klára. Það kostar pening og tíma. Þess vegna er lang eðlilegast að kosið sé um það strax hvort þessari vitleysu sé haldið áfram eða ekki. Það er þjóðhagslegur sparnaður að hætta þessum viðræðum.


mbl.is Vilja ljúka viðræðunum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Pakkakíkjarnir eru vafalaust ágætis fólk, en óupplýst er það. Það væri því óskamdi að þeir bættu úr því.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.4.2013 kl. 00:54

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ef þeir ná 30.000 undirskriftum þá verður að vísa því til þjóðarinnar hvort hún vil halda bröltinu áfram.

Hreinn Sigurðsson, 23.4.2013 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband