Klúður á klúður ofan

Þrjóska manna við að útbúa almennilega samgöngumiðstöð ríður ekki við einteyming. Nú semja Ögmundur og Jón Gnarr um að bæta og efla úr sér gengna skúrabyggingu og kannski malbika eitthvað af bílastæðum. Og vitleysan heldur áfram. Fólk skal keyra hringinn í kringum völlinn til að geta nýtt sér þjónustuna. Verið er í vandræðum með strætó á Hlemmi og hugmyndin að flytja það í BSÍ, hús sem verður væntanlega rifið þegar spítalinn kemur. Ekki er verið að horfa til framtíðar með því að reisa almennilega samgöngumiðstöð fyrir flug, rútur, strætó og leigubíla einhvers staðar í grennd við Valssvæðið. Samgöngumiðstöð að því tagi myndi gagnast í umhverfismálum með því að draga úr ferðum milli staða.

 Ég hélt að Ögmundur stæði vörð um flugvöllinn, en það er kannski meira í orði en á borði. Púsluspil í svona litlum pörtum gagnast engum. Útbúa þarf heildstæða áætlun um veru vallarins í Vatnsmýri og með hvaða hætti, og vinna síðan út frá henni.


mbl.is Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Er nokkur staðar í veröldinni höfuðborg  sem ekki er með samgöngumiðstöð nema á Íslandi ?

Borgarstjórn sem ekki áttar sig á þeim tekjum sem verða til við það að allir landsmenn þurfa að sækja í stjórnkerfi  og heilbrigðiskerfi  ríkissins sem er í höfuðborginni ?

Borg sem rekur tónlistarhöll í " samstarfi " við landsbyggðina  og  nær "sínum hlut" af kostnaði með innheimtu gjalda af sömu stofnun ?

Snorri Hansson, 20.4.2013 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband