Hvað þarf mikla kauphækkun?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað orðið hefur af laununum hjá mér. Þau virðast skreppa saman. Eða hvað? Kannski er það annað sem hækkar hraðar. Í þessu sambandi hef ég verið að skoða ýmsa kostnaðarliði og bera saman hvað þeir hafa breyst. Í eftirfarandi töflu má sjá hvað ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað milli ára, þ.e. frá 2012 til núna 2013 og hækkun í prósentu milli ára:

           

Lán 1

5.067 kr

6,45%

Lán 2

1.183 kr

6,42%

Lán 3

458 kr

2,56%

Fasteignagjöld

7.443 kr

12,33%

OR - vatns og fráveitugj.

3.939 kr

6,20%

Tryggingar

7.274 kr

5,66%

 

Heildarhækkun á þessum kostnaðarliðum er því 25.364 kr. Ef við reiknum með 50% afföllum af launum (skattur, lífeyrir o.fl.) þá þarf rúmlega 38.000 kr. kauphækkun til að standa á sléttu milli ára.

Inni í þessum liðum eru liðir sem tilheyra fasteignaeigendum og ekki er hægt að losna við nema losa sig við eignina. Við sjáum þarna að afborgun lána, sem eru verðtryggð, hækkar um tæpar 7.000 kr. milli ára, þá er ótalin hækkun eftirstöðva sem leggst ofan á lánið.

Ef ég væri hjúkrunarfræðingur með um 400.000 kr í laun, eins og ég heyrði að einhver var með, þá þyrfti tæpa 10% hækkun bara til að vega upp á móti þessum kostnaðarliðum. Í þessum samningum, sem eiga að teljast góðir, er talað um 6,4%. Það þýðir að viðkomandi er að lækka í ráðstöfunartekjum milli ára miðað við þessa útreikninga mína. Það væri gaman að vita hvort aðrir væru með sömu niðurstöðu?
mbl.is Leiðréttingar launa eru varanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við gefum okkur svo að verðbólgan stafi af peningaútgáfu og peningar séu vitanlega ávísun á verðmæti, þá er spurningin hvert fara verðmætin sem eru "dregin" upp úr launaumslagi hjúkrunarfræðingsins með verðbólgunni?

1. svar væri kanski að segja að ríkið hagnist á þessari raunlaunalækkun sem verðbólgan veldur, en ef ríkið greiðir það sem upp á vantar til að hjúkrunarfræðingurinn haldi raunlaunum sínum, þá situr ríkið uppi með svarta-Pétur verðbólgutapsins, hver er þá að græða á ríkinu?

2. svar snýst þá væntanlega um það að athuga hver er að búa til peninga sem valda verðbólgunni. Skv. Frosta Sigurjónssyni eru þan bankarnir, sem búa til peningana en náttúrulega ekki verðmætin á bak við, þau koma þá væntanlega upp úr vasa m.a. hjúkrunarfræðinganna.

Þegar svo hjúkrunarfræðingarnir og aðrir launþegar fá svokallaða launahækkun sem er eingöngu í besta falli að bæta þeim tapið af verðbólgunni, þá fá þeir framan í sig að þeir séu valdir að téðri verðbólgu vegna innistæðulausra launahækkanna.

Minnir á dæmisögu Jóns Baldvins (eina sem ég hef heyrt þann mann segja af viti) um mann sem hét Jón og bjó fyrir vestann. Hann varð fyrir því að það var stolið frá honum og eftir það var hann kallaður Jón þjófur!

Er ekki orðið mál að taka upp nýtt peningakerfi?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband